Búfræðingurinn - 01.01.1947, Síða 40
38
BÚFRÆÐINGURINN
Þegar búfjáráburður liefur verið borinn í flögin og herfaður niður
samhliða fyrstu vinnslu, er aðeins eftir að ganga frá flaginu með völt-
un, ef gera skal græðisléttu. Þó ber að gæta þess að jafna yfirborð þess,
sé það hryggjótt eftir herfinguna, svo sem oft vill verða, þegar herfað
er með diskaherfi í tveimur hlutum, sem skekktir eru hvor móti öðrum.
Ef herfishlutarnir eru hvor aftur af öðrum, gætir þessa síður eða alls
ekki. I fyrra tilfellinu er ágætt að herfa síðustu umferðina „hálft í
hálft“, sem kallað er. Þá er herfið alltaf látið ganga hálft út í umferð-
ina næst á undan. Það klýfur þá hrygginn og veltir ofan í rásina. Líka
má jafna hryggina með léttum slóða án þess, að nokkur röskun á áburð-
inum eða tilfærsla eigi sér stað.
Að síðustu er svo flagið valtað með nokkuð þungum valta, sem
þrýstir grasrótartægjunum vel niður í moldina, því að þá er ekki mikil
hætta á, að þær þorni og skrælni.
Hér er eiginlega ræktunarstörfunum við græðisléttuna lokið. En
þó má segja, að takinarki ræktunarinnar sé ekki náð, fyrr en nýræktin
gefur nokkurn veginn fulla uppskeru, en þar veltur á frjósemi jarð-
vegsins, áburði, hinum upphaflega gróðri og hirðingu sléttunnar. Áður
hefur verið vikið að því, að eigi sé gerlegt að treysta á sjálfgræðslu,
nema landið sé eðlisgott og vaxið valllendisgróðri að verulegu leyti.
Áburður örvar sprettuna mikið. Og því ófrjórra sem landið er, því
ineiri ástæða er til að bera vel á. Það getur meira að segja verið ágætt,
þótt vel liafi verið borið í flagið af búfjáráburði, að dreifa yfir það dá-
litlu af saltpétri eða öðrum auðleystum köfnunarefnisáburði fljótlega
eflir völtunina. Eiginlega er alltaf sjálfsagt að ljúka ræktun græðislétt-
unnar svo snemma á vorin sem unnt er. Grasrótin hefur þá allt sum-
arið fyrir sér til að festa rætur.
Sennilegt er, að svo sem mánuði til sex vikum eftir, að gengið var
frá sléttunni, séu vaxnir til og frá um hana grænir toppar. Þessa toppa
á þá þegar að slá, en bíða ekki eftir því, að þar komi öx og þeir spretti
úr sér. Það skiptir engu máli, þótt slægjan sé sama og engin, því að
slátturinn hefur geysilega örvandi áhrif á útgræðsluna. Þegar stráin
í toppunum ná ekki að bera fræ, reyna þau að auka kyn sitt með rót-
arskotum og senda frá sér jarðlæga stöngla til allra hliða. Þannig vaxa
topparnir ört, og áður en varir er sléttan vaxin mikið til samfelldum
gróðri. Eitt meginskilyrðið fyrir því, að græðisléttan grói skjótt, er að
slá snemma.