Búfræðingurinn - 01.01.1947, Side 43
BÚFRÆÐINGURINN
41
dragi ekki til muna úr uppskerunni. Róíur og kartöílur munu því ávallt
verða mjög mistækar í forrækt, þótt lánast megi að rækta þær þar í
einstökum árum. Svo má benda á það, að oftast má lielzt vænta sæmi-
legs árangurs af rófum og kartöflum í nýræktjnni, ef ríflegur skanuntur
af búfjáráburði er borinn í flögin, en þá er líka hætt við, að arfi fylgi
í kaupbæti, sem ekki aðeins spillir stórlega forræktinni, heldur getur
einnig torveldað grasfræsáninguna síðar meir. Mun því mega telja
hyggilegast, þegar forrækt er notuð, að velja til ræktunar þær jurtir,
sem geta sprottið sæmilega af eintómum tilbúnum áburði, en bíða með
að aka búfjáráburði í flögin, þar til er komið er að grasfræsáningunni,
og plægja hann þá niður. Má því segja, að ef við viljum nota forrækt,
þá sé víðast hvar ekki um annað en grænfóður að velja, og ælti þá helzt
að nota belgjurtagrænfóður.
Ræktun grænfóðurs í nýræktarflögunum getur verið réttlætanleg oft
og tíðum, þótt hún bæti eigi endanlegan árangur ræktunarinnar, en oft
er það þó höfuðtilgangurinn með forrækt, og er því rétt að athuga,
hvað við vitunr um áhrif forræktarinnar á grasslétlurnar.
Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar með forrækt, bæði á Sámsstöð-
um og í tilraunastöðinni á Akureyri, og skal sá árangur nú rakinn í
stórum dráttum.
A Sámsstöðum var gerð forræktartilraun á árunum 1933—1942.
Fyrslu þrjú árin gengu í forræktina, og árið, sem grasfræinu er sáð, er
engin uppskera vegin af tilraunarsvæðinu. Töðufallið, í 100 kg töðu-
hestum af ha, næstu sex árin sést á töflu V. Tilraunin var gerð í ófrjó-
um móajarðvegi.
Svo virðist sem áhrif forræktarinnar hafi verið hagstæð í þessari til-
raun fyrstu árin, en þau vara ekki lengi. Ekki virðist verulegur munur
a langri og skammri forræktun.
Nú undanfarin ár hefur verið gerð tilraun á Sámsstöðum með mis-
rnunandi forrækt í mýrarjarðvegi. Niðurstöðurnar frá þeirri tilraun
hefi ég eigi, en samkvæmt umsögn tilraunastjórans er árangurinn af
forræktinni lítill og helzt nokkur af eins til tveggja ára forrækt. Vaxtar-
aukinn, sem forræklin gefur, virðist horfinn eftir þrjú ár.
Á Akureyri var fyrst gerð ofurlítil tilraun með forækt 1928—1933
í sambandi við samanburðinn á ræktunaraðferðum. í tilrauninni voru
tveir sáðsléttuliðir. Frá öðrum var gengið, um leið og gengið var frá
græðisléttunni og þaksléttunni, en hinn forræktaður í tvö ár. Sá galli