Búfræðingurinn - 01.01.1947, Qupperneq 47
BÚFRÆÐINGURINN
45
8. Grænfóður.
Þótt forrækt verði ekki talin nauðsynlegur liður í ræktuninni, munu
þó margir kjósa að forrækta nýræktarflögin í eitt eða tvö ár, — bæði
til þess að fá þau vel jöfnuð og unnin, en líka til þess að rækta í þeim
grænfóður. Grænfóður verður því ætíð í nánum tengslum við ræktun
sáðsléttunnar, og er því réttlætanlegt að ræða nokkuð um það hér,
þótt það gæti í eðli sínu talizt sérstök ræktun á sama hátt og korn-
yrkja, garðyrkja o. s. frv. Grænfóðursræktun verður líka hið eina, er
komið getur til greina um land allt í nýræktarflögunum.
Eins og sakir standa, er ekki ástæða til að ræða um nema þrjár teg-
undir af grænfóðri, sem hér hafa verið reyndar nokkuð, en það er
bygg, hafrar og belgjurtagrœnfóður. Er hið síðasttalda blanda af fljót-
vöxnum, einærum belgjurtum og annarri hvorri hinni fyrrnefndu græn-
fóðurtegund.
Ég get verið stuttorður um grænfóðurbyggið, því að það mun sízt
koma lil greina og sjaldnast geta keppt við hafrana. Þó getur það verið
handhægt, ef vaxtartími grænfóðursins er mjög skammur, annaðhvort
af því, að nauðsyn er að slá það mjög snemma, eða af því, að seint er
sáð. Okostir byggsins sem grænfóðurs eru þeir, að það er tiltölulega
blaðrýrt og hættir til að setja snemma ax. Þó er þess að gæta, að hér
mun aðallega hafa verið reynt að rækta grænfóður af snemmþroskuð-
um byggtegundum. En líklegt er, að seinþroskuðu tegundirnar hent-
uðu betur til þeirra hluta. Bezt er að sá byggi, sem nota á til græn-
fóðurs, seint, ekki fyrr en komið er fram í júní. Því að sú er reynslan,
að því seinna sem bygginu er sáð, því lengra líður frá ]>ví, er það kem-
ur upp, og þar til er það skríður eða setur ax, en blaðvöxturinn verður
hins vegar hlutfallslega meiri.
Algengasta grænfóðrir hér á landi eru hafrarnir, og eru venjulega
notaðar fremur seinvaxnar tegundir. Segerhafrar munu hafa verið mest
notaðir, en margar aðrar hafrategundir geta verið ágætar, og allar
munu þær vel nothæfar í þessum tilgangi. Hafrarnir hafa þann kost
sem grænfóðurjurt, að þeim lætur ágætlega að vaxa í lítt unnum jarð-
vegi og tileinka sér auðveldlega torleysta jurtanæringu, en ganga líka
nærri efnaforða jarðvegsins. Hafrarnir geta gefið prýðilega grænfóð-
uruppskeru, ef eigi skortir áburð. Gildir það reyndar bæði um byggið
og hafrana, að grænfóðuruppskeran fer fyrst og fremst eftir áburðin-