Búfræðingurinn - 01.01.1947, Side 48
46
BÚFRÆÐINGURINN
um. Jarðvegsbætandi áhrif hafa þessar grænfóðurtegundir engin önn-
ur en þau, að jarðvegurinn myldast við ræktun þeirra.
Tilgangurinn með ræktun grænfóðurs er auðvitað fyrst og fremst
sá að fá sem mesta og bezta uppskeru. Ríður því á, að blaðvöxtur
grænfóðurjurtanna verði sem allra mestur. Þetta næst bezt með því
að nota ríkulegan áburð, fyrst og fremst köfnunarefnisáburð.
Reynsla er líka fyrir því um hafrana að minnsta kosti, að þeir
spretta ekki vel í léttum jarðvegi, nema borinn sé á búfjáráburður. í
eftirfarandi tilraun, sem gerð var í tilraunastöð Ræktunarfélagsins,
varð uppskeran þannig, talin í 100 kg hafraheyhestum:
Fornræktað land: Nýræktað land:
Búfjáráb. Tilb. áburður Búfjáráb. Tilb. áburður
190.4 195.4 153.4 98.4
Sami áburður var borinn á fornræktaða og nýræktaða landið. í
fornræktaða landinu er uppskeran því sem næst jöfn eða aðeins meiri
eftir lilbúna áburðinn, en í magra landinu er hún þriðjungi meiri
eftir búfjáráburðinn.
Iíagkvæmasti sáðtími fyrir hafra til grænfóðurs er eins og fyrir
bygg byrjun júnímánaðar og jafnvel síðar, ef grænfóðrið á að standa
fram á haust og ef til vill að notast jafnótt og það er slegið.
Þegar byggi og höfrum er sáð til grænfóðurs, er venjulega notað
um 250 kg sáðmagn á ha. En sé jarðvegur frjór og mikill áburður, má
komast af með miklu minna sáðmagn, einkum af höfrum. Mörg dæmi
eru til þess, að þar, sem vel hafði verið borið á af búfjáráburði, fékkst
eins mikið grænfóður af hálfu sáðmagni af höfrum, 125 kg á ha, og af
fullu sáðmagni, 250 kg á ha.
Belgjurlagrœnfóðrið er venjulega blanda af höfrum og stórvöxnum
belgjurtum, ertum eða flækjum. Það hefur verið Iítið eitt reynt hér og
með prýðilegum árangri, þegar rétt hefur verið að farið, og er eng-
inn vafi á, að tiltölulega auðvelt er að rækta það um allt land og það
hentar mjög vel til forræktar.
Góður og hagkvæmur árangur af ræktun belgjurtagrænfóðurs velt-
ur fyrst og fremst á því, að eigi skorti viðeigandi rótarbakteríur. En
sé séð fyrir því, getur belgjurtagrænfóður, gagnstætt hafra- og bygg-
grænfóðri, vaxið prýðilega, þótt köfnunarefnisáburð skorti, ef sóma-
samlega er séð fyrir kalí- og fosfórsýruáburði.