Búfræðingurinn - 01.01.1947, Side 50
48
BÚFRÆÐINGURINN
áhrif belgjurtanna á vöxt hafranna, og sýndu þær athuganir, að þar,
sem hafrarnir voru einir sér, voru blöð þeirra að meðaltali 12 mm
breið og stráin 50 cm löng, en með belgjurtunum urðu blöðin 17 mm
breið og stráin 70 cm há að meðaltali. Auk þessa má ætla, að belg-
jurtagrænfóðrið hafi hagstæðari áhrif á jarðveginn og eftirfarandi
ræktun en hafrarnir einir, þótt þessa gæti líklega ekki mikið í mögrum
jarðvegi, því að hafrarnir í blöndunni nota þá jafnóðum það köfn-
unarefni, er safnast.
Enn þá er ekki nægilega rannsakað, hvaða sáðmagn sé hagkvæmast
og hvaða hlutfall eigi að vera milli hafra og belgjurta í fræblöndunni.
Ýmsar athuganir benda þó til þess, að hlutfallið 1 : 1 sé æskilegt, en
það er, að á móti hverju hafrafræi skuli koma eitt belgjurtafræ. Af
þessu leiðir auðvitað, að sáðmagnið, talið í kg, verður nokkuð mis-
jafnt, þar sem ertur og flækjur hafa mjög misstór fræ og fræstærð af-
brigðanna af hvorri tegund er líka harla misjöfn. Bezt er að gera ráð
fyrir 100—120 kg sáðmagni af höfrum á ha, en ákveða síðan belgjurta-
sáðmagnið eftir fræþungahlutfallinu. Sem dæmi má nefna, að gramm-
vikt (þyngd 1000 fræja í gr) Segerhafra er áþekk og loðinnar jlœkju,
(Luddvikke) og um hálfu minni en grammvikt á Botnía-gráertum, og
ætti því á móti 100 kg af Segerhöfrum að sá 100 kg af loðinni flækju
eða 200 kg af Botnía-gráertum á ha til grænfóðurs.
Lílil reynsla er ennþá fengin um það, hvaða stofnar af ertum og.
flækjum henta hér bezt. En Botnía-gráertur og norslcar gráertur hafa
reynzt hér vel, enn fremur ýmsar tegundir af venjulegri fóðurjlækju
(Vicia saliva) og loðnar flækjur (V. villosa), einkum „Luddvikke“,
sænskt afbrigði.
Reynslan hefur sýnt, að ekki er treystandi að sá ertum og flækjum
án þess að smita fræið eða jarðveginn með viðeigandi rótarbakteríum.
Valda, hagkvæma bakteríustofna, ræktaða í jarðvegi, má fá t. d. frá
Svíþjóð, og þola þeir vel þriggja mánaða geymslu án þess að dofna.
Smitunin er venjulega þannig gerð, að bakteríujarðvegurinn er hrærð-
ur út í dálitlu af stofuheitu vatni. Fræið er látið í þvottabala eða annað
vítt ílát og vatninu sáldrað yfir með handbursta. Jafnframt er hrært
vandlega í fræinu, þar til er allt, sem í balanum er, gljáir af raka. Því er
þá hellt í poka og nýr skammtur af fræi smitaður, þar til er allt fræið
hefur verið smitað. Eftir skamma stund hefur fræið sogið í sig rakann,
svo að auðvelt er að sá því. Smituðu fræi á helzt að sá á sama dægri og
J