Búfræðingurinn - 01.01.1947, Page 53
BÚFRÆÐINGURINN
51
geta sáð, meðan nægur raki er í flögunum. En á hinn bóginn kjósa
flestir að lála grænfóðrið standa fram á haust, en þá má ekki sá mjög
snemma. Ef flagið er orðið sæmilega þurrt, er sáning fer fram, er
valtað þegar á eftir. Annars er skaðlaust að geyma völlun í nokkra
daga og bíða þess, að flagið þorni.
Við venjuleg skilyrði kemur grænfóðrið upp eftir 7—10 daga frá
sáningu. Líður þá ekki á löngu, þar til er ganga má úr skugga urn, hvort
smitun belgjurtafræsins hafi heppnazt. Ekki þarf annað en taka gæti-
lega upp ertu- eða flækjuplönlu með rótum, losa moldina varlega af
rótunum, og sjást þá rótaræxlin á þeim eins og hvít korn eða separ.
Réttur tími til að slá grænfóður er, þegar byggið eða hafrarnir eru
nýlega skriðnir. Þó verða ekki rnikil hrögð að því, að grænfóðrið
spretti úr sér, fyrr en eftir blómgun. En frá því, er axið kemur í ljós,
°g þar til er það hlómgast, líður nokkur tími og lengist eftir því, sem
a sumarið líður. Slætti belgjurtagrænfóðurs verður venjulega að haga
eftir þroskastigi hafranna í blöndunni, en æskilegast er, að tegundirnar
9. mynd. Rótarœxli (Vr, náttúrl. stærSar). Flœkjur til vinstri, ertur til hægri.