Búfræðingurinn - 01.01.1947, Side 57
BÚFRÆÐINGURINN
55
eru víða framræst með skurðgröfum, en engin sjáanleg tök eru á að
gera þegar að fullræktuðu landi. En með því að lagt hefur verið í
verulegan kostnað við framræslu þessara landa, er illt að þau séu með
öllu ónotuð. Mörg þeirra hafa líka skilyrði til að spretta prýðilega í
aratugi án nokkurrar jarðvinnslu eða teljandi áburðar, en flest eru þau
þýfð og verða því eigi nýtt til sláttar, svo að vel sé.
Úau vandkvæði eru líka oftast á því að nota lönd þessi til beitar án
nokkurra aðgerða, að þótt þau vaxi vel, er náttúrlegi gróðurinn oftast
alll of einhæfur, og er því nauðsynlegt að auka fjölbreytni hans, svo
að hann nýtist vel til beitar. Þessar gróðurfarsbætur mætti framkvæma
með tvennu móti. I fyrsta lagi er alkunnugt, að þegar vélskurðir eru
gerðir, hrúgast upp meðfram þeim mikill uppmokstur. Þennan upp-
nrokstur þarf að fjarlægja sem fyrst, í síðasta lagi áður en löndin eru
fullræktuð. Stundum getur þessi uppmokstur verið ágætur til jarðvegs-
hlöndunar, t. d. þegar hann er sendinn eða leirhlandinn. Hagkvæmast
®un, þegar uppmoksturinn er tekinn að fúna nokkuð, að færa hann
■neð jarðýtu út yfir mýrarnar og jafna honum yfir í svo þunnu lagi,
að eigi nemi meira en þúfnafylli. Nota má í viðlögum tindaherfi,
fjaðraherfi og tréslóða til þess að jafna og mylja ruðninginn. Þá mun
hagkvæmast að láta hann veðrast í nokkra mánuði eftir dreifinguna,
eða frá hausti til vors, og sá því næst í hann fræi af hentugum beiti-
jurtum og fara með eins og um sáningu í sáðsléttu sé að ræða, eftir
því sem við verður komið.
Sá hluti framræsta landsins, er ekki er hægt að jafna með ruðningn-
um, og er það venjulega meiri hlutinn, verður að fá nokkuð frá-
hrugðna meðferð. Ef sinuþófi er í landinu og mosi í þúfum, er æski-
legt að brenna landið að haustlagi eða snemma vors, þegar landið er
vel þurrt. Því næst þarf að rispa það rækilega eða róta í því, og má
nota til þess ýmiss konar herfi, en líklega eru einhvers konar hnífaherfi
æskilegust, ef þau kastast lítið til, en skera í þúfurnar, svo að auðvelt er
að rífa þær sundur með fjaðraherfi. Til munu ýmis herfi af þessari
gerð, t. d. beitiræktarherfið „Rekord“, sem hefur fjaðurstillta hnífa.
Þótt þessi herfing hafi fyrst og fremst það markmið að gera fræsán-
ingu framkvæmanlega, hlýtur hún jafnframt að slétta landið nokkuð og
losa jarðveginn.
Ekki er þörf á að ræða mikið um fræblöndur til beitiræktar, þær
þurfa eigi að vera teljandi frábrugðnar þeim fræblöndum, er notaðar