Búfræðingurinn - 01.01.1947, Síða 69
BÚFRÆÐINGURINN
67
hæfilega sprottið, en þess gætir þeim mun meira í hánni. Það er ágæt
fóðurjurt.
Axhnoðapuntur (Dactylis glomerata) er hávaxin og blaðrík gras-
tegund, með uppréttum jarðstöngli, einhliða punti og smáaxi eins og
í hnyklum. Stofninn niðri við rótina er flatvaxinn. Þetta er mjög fljót-
vaxin og ágæt fóðurjurt, en endist fremur illa. Þó getur slæðingur af
axhnoðapunti haldizt við í sléttunum í áratugi.
Alcurfax (Bromus arvensis) og fóðurfax (Bromus inermis) eru
báðar hávaxnar puntgrastegundir, sem stundum eru notaðar í fræ-
blöndur. Sú fyrrnefnda er aðeins tvíær og hverfur því skjótt. Fóður-
faxið getur enzt nokkuð í sáðslétlunum. Báðar tegundirnar eru gróf-
gerðar og gefa þyrrkingslegt hey.
Hávingull (Festuca pratensis) er all-hávaxin tegund með uppréttum
jarðstöngli. Það er dágóð fóðurjurt, sem getur gefið góða uppskeru
i sáðsléttunum fyrstu árin, en hverfur tiltölulega fljótt.
Hér á eftir verða nú taldar nokkrar lágvaxnar tegundir, sem oft eru
notaðar í fræblöndur, en um endingu þeirra er mjög örðugt að greina,
því að grastegundir þessar eru allar algengar í okkar innlenda gróðri,
og er því eftir nokkur ár örðugt að dæma um, hvað af þessurn tegund-
um er sprottið upp af fræi og hvað af rótgræðslu í sáðsléttunum.
Túnvingull (Festuca rubra) er fremur lágvaxin grastegund, sem
getur bæði verið með uppréttum og skriðulum jarðstönglum, og eiga
síðartöldu afbrigðin vafalaust betur við hér. Stundum hefur túnving-
ullinn fjölda af geldum hlaðsprotum og er því mjög vel fallinn til að
þétta gróðurinn. Túnvingullinn er ágæt fóðurjurt, en fræið er venju-
lega dýrt og oft örðugt að fá fræ af æskilegum stofnum og uppruna.
Harðvingull (Festuca duriuscula) hefur uppréttan jarðstöngul, en
líkist annars túnvingli. Heldur grófgerður og mun ekki endast vel.
Hefur stundum verið nolaður dálílið í fræblöndur, en er með öllu
óþarfur, ef sæmileg afhrigði af túnvingli eru fáanleg.
Vallarsveifgras (Poa pratensis) og liásveifgras (Poa trivialis) eru
líkar tegundir, fremur lágvaxnar, sú fyrrnefnda með skriðulan jarð-
stöngul, en sú síðartalda með uppréttan. Vallarsveifgrasið er varan-
Hgra. Báðar tegundirnar eru góðar fóðurjurtir.
Skriðlíngresi (Agrostis stolonifera) og hálíngresi (Agrostis tenuis)
eru fíngerð puntgrös, sem þélta gróðurinn, en eru fremur seinvaxin.