Búfræðingurinn - 01.01.1947, Page 76
74
BÚFRÆÐINGURINN
höfðu haldið sér Molstaðsmári, Ræktunarfélagssmári og Gautasmári.
Aðrar tegundir máttu heita horfnar. Um smára þann, er hér er nefndur
Ræktunarfélagssmári, skal þess getið, að liann er vaxinn upp af fræi,
sem safnað var af slæðingsplöntum í Gróðrarstöðinni á Akureyri fyrir
15—16 árum. Fræi af þessum smára hefur verið sáð nokkrum sinnum,
og virðist hann fullkomlega þolinn. Þar, sem honum var sáð fyrst fyrir
14—15 árum, lifir hann ennþá prýðilega og hefur breiðzt talsvert
út, hefur þó verið sleginn að minnsta kosti tvisvar árlega. Vandinn er
aðeins sá að fá af honum sæmilega þroskaða fræuppskeru.
Þetta, sem hér hefur verið sagt, ætti að nægja til að sýna, að smárinn
getur haft inikil áhrif á uppskeru sáðsléttnanna, en tiltölulega bezt nýtur
hann sín í fremur mögrum, leirblöndnum jarðvegi. Kalí og fosfórsýru
má smárann ekki skorta, en köfnunarefni þarf að nota með gætni á
smárasléttur og snöggtum minna en á hreinar grassléttur. Rauðsmár-
inn virðist spretta einna bezt, þegar haugur, blandaður hálmi eða
heyrusli, hefur verið borinn í flögin.
Smitun smárafræsins með rótarbakteríum, áður en því er sáð, er
ekki ætíð nauðsynleg, því að víða er svo mikill hvítsmáraslæðingur,
að bakteríurnar eru í jarðveginum. Smitunin er þó alltaf öryggi, því
að sums staðar skortir bakteríurnar alveg. Löng forræktun getur líka
eytt þeim úr jarðveginum, og loks eru hinir óvöldu stofnar í jarðveg-
inum mjög misjafnir og geta engan veginn keppt við valda, hreinrækt-
aða stofna, sem notaðir eru, þegar fræið er smitað. Smitun smárafræs
er gerð á sama hátt og smitun ertu- og flækjufræs og líka háð sömu
skilyrðum. Skömmu eftir, að fræið hefur verið smitað, hefur það rutt
sig, svo að hægt er að blanda því saman við grasfræið og sá öllu í einu
lagi.
12. Sáðmagn. Sáðtími. Sáning.
Tafla XII ber það með sér, að skoðanir hafa verið nokkuð á reiki
um það, hve mikið sáðmagn af grasfræi væri nauðsynlegt. Fyrst eru
notuð aðeins 28—30 kg á ha, en sáðmagnið er smám saman aukið
upp í 40 kg á ha, og var það sáðmagn alllengi talið hæfilegt. Nú síð-
ustu árin hafa þó tilraunir sýnt greinilega, að séu flögin sæmilega
undirbúin og áburður viðhlítandi, er 30 kg sáðmagn fullnægjandi,
jafnvel allt niður í 20 kg á ha.
A töflu XVII er að finna niðurstöður nokkurra tilrauna, sem gerðar