Búfræðingurinn - 01.01.1947, Page 83
BÚFRÆÐINGURINN
81
ástæðulaust er, og ef til vill til tjóns, að nota mjög j)ungan valta. Nægi-
legt er, að hann sé 100—200 kg á eins m lengd eða ])ar um bil, ef
landið er sæmilega unnið. Það er engin J)örf á að jjjappa flögunum
saman umfram jiað, sem nauðsynlegt getur talizt til jsess, að þau geti
haldizt hæfilega rök og fræið fái skilyrði til spírunar.
Þegar grasfræinu er sáð í flögin á vorin, eru jiau venjulega orðin
svo ])urr, að hægt er að valta óðar eftir sáningu, Þó er vel hugsanlegt
og getur stundum verið réttmætt að sá svo snemma, að flögin séu enn
of vot til að ])ola völtun. Moldin má ekki vera svo vot, þegar valtað er,
að hún klessist saman eða loði mikið við valtana. í fyrra tilfellinu
getur orðið allt of þétt, loftlaus skán á yfirborði flagsins. En af hinu
síðara leiðir, að fræið getur færzt til og það valtazt illa. Þegar svona
hagar til, er alveg skaðlaust að láta völtunina bíða um hríð, þar til er
flagið er hæfilega þurrt. A meðan sígur fræið í sig raka og býr sig
undir spírun.
13. Skjólsáð.
Þegar einhverjum einærum gróðri er sáð með grasfræinu í þeim til-
gangi að auka uppskeru sáðsléttunnar fyrsta sumarið, er það kallað
slcjólsáð. Nafnið er komið af því, að upphaflega mun svo hafa verið
talið, að þessi einæri fljótvaxni gróður skýldi frægresinu fyrir kuld-
um og næðingum, meðan það var að spíra og ná fótfestu. Þó að því
verði ekki neitað, að skjólsæðið veiti nokkurt skjól, þá mun nú varla
lengur lagt mikið upp úr þessu atriði, því að þann stutta tíma, sem
frægresið nýtur skjólsins, er þess sízt þörf, og svo er enginn vafi á, að
áburðurinn, sem skjólsæðið tekur frá frægresinu, og skugginn, sem
það veldur, gerir frægresinu meira ógagn en skjóláhrifunum nemur.
Höfuðrökin fyrir notkun skjólsáðs eru, að þá sé nokkurn veginn
örugg uppskera af sléttunum þegar á fyrsta sumri og vegna þess, hve
skjólsáðið vex hratt, sé minni hætta á, að arfi nái undirtökum í slétt-
unum. Gegn þessu vegur þó það, að sé grasfræinu sáð á hentugum
túna og vel að því húið, á að fást dágóð slægja á slétturnar samsum-
ars. En séu nokkur veruleg hrögð að arfa, þá getur ekkert hjargað
annað en endurtekinn sláttur, og getur ])á vel farið svo, að skjólsáðið
verði að litlum notum. A það skal líka hent, að smári, einkum hvít-
smári, þolir illa skuggann af skjólsæðinu, og er því með öllu óráðlegt
að nota það í smárasléttur.
6