Búfræðingurinn - 01.01.1947, Síða 86
84
BÚFRÆÐINGURINN
spírar fyrr en grasfræicf, og er auðvelt að greina smárann. Smárinn er
tvíkímblöðungur, kímblöðin sporbauglaga eða nærri kringlótt, dökk-
græn og breiðast óðar út. Ekki má blanda smáranum saman viS haug-
arfann, sem likist honum dálítiS á þessu stigi og lætur sjaldan á sér
standa, ef arfafræ hefur komizt í flögin. KímblöS arfans eru allt aS
helmingi lengri en þau eru breiS og ljósgræn á lit.
Skömmu eftir, aS grasfræiS er komiS upp í sáSsléttunni, þarf aS
ákveSa, hvort bera skuli á hana köfnunarefnisáburS. En þess er þörf, ef
ekki hefur veriS borinn mikill búfjáráburSur í flagiS og ef svo snernma
er sáS, aS ætla má, aS sléttan verSi slegin samsumars. Mun þá venjulega
hæfilegt aS dreifa 200—300 kg af kalksaltpétri (15.5%) á sléttuna. Ef
hins vegar hefur veriS borinn mikill búfjáráburSur í flagiS, ætti aS
vera óþarft aS bera á saltpétur, og eins er áríSandi aS nota köfnunar-
efnisáburS meS gætni þar, sem smára er sáS.
Haugarfinn er einhver versti óvinur nýju fræsléttunnar, og ber því
aS leggja kapp á aS verja honum flagiS, meSan á undirbúningi stendur.
Þetta tekst þó ekki ætíS, og má þá búast viS, aS hann segi fljótlega til
sín eftir sáninguna. í venjulegri grasfræsléttu má hamla nokkuS móti
arfanum meS tröllamjöli. Því er dreift yfir flagiS, meSan arfaplönt-
urnar eru aSeins smávaxnar og áSur en grasspírurnar breiSa úr sér.
TröllamjöliS er ryksmátt duft, og þarf aS dreifa því í kyrru veSri, helzt
eftir regn, þegar er aS þorna. ÞaS sezt þá á arfablöSin, sem eru útbreidd
og rök, og svíSur þau, svo aS þau visna. Fræspírunum, sem eru nállaga
og uppréttar, gerir tröllamjöliS hins vegar ekkert. Hæfilegt er aS dreifa
um 200 kg af tröllamjöli á ha til þess aS eySa arfanum, en aS áburSar-
gildi samsvarar ]>aS nokkurn veginn 200 kg af kalksaltpétri.
Ef dreifing tröllamjölsins tekst vel, getur þaS eytt öllum þeim arfa,
sem er kominn upp í flaginu og haldiS því, er síSar spírar, svo í skefj-
um, aS grasiS nái þegar í upphafi algerSri yfirhönd og kæfi arfann. A
þessari aSferS er þó sá galli, aS ef svo óheppilega tekst til, aS rignir á
tröllamjöliS þegar eftir dreifinguna, skolast þaS af arfablöSunum og
kemur þá aS litlum notum í baráttunni viS arfann.
Tröllamjöl verSur tæplega notaS á smárasléttum, því aS hætt er viS,
aS þaS hafi lík áhrif á smáraplönturnar og á arfann. Þó væri ekki
óhugsandi aS dreifa tröllamjölinu réll áSur en smárinn kemur upp, því
aS venjulega, einkum í kuIdatíS, spírar arfinn fyrr, og líklega þolir
hann IröllamjöliS verr en smárinn.