Búfræðingurinn - 01.01.1947, Side 88
86
BÚFRÆÐINGURINN
heldur gerlegt, meðan jörðin er vot. Tilgangur völtunarinnar er líka
aðeins sá að þjappa saman yfirborði sléttnanna, svo að moldin þrýstist
að rótum lausu plantnanna og grasrótin nái sambandi við gróðurmold-
ina og rakann í jarðveginum. Þessi völtun verður stundum að gerast
áður en jörð er að fullu þíð, en þá eru slétturnar oft svo blautar, að
hestar spora þær. Til þess að sporin verði sem minnst, er bezt að valta
með nokkuð breiðum, léttum valta og hafa aðeins einn hest fyrir. Þótt
slétturnar sporist dálítið við völtunina, veldur ]>að engum varanlegum
skemmdum. Stundum getur jafnvel verið nauðsynlegt að valta tvisvar
fyrsta vorið, eftir að sáðsléttan var gerð: í fyrra skiptið, þegar sléttan
er byrjuð að þiðna, og svo aftur, er hún er þíð og tekin að þorna. Til-
gangur þessarar völtunar, sem nú hefur verið rætt um, er fyrst og fremst
sá að bjarga frægresinu frá skrælnun. Auðvitað styður hún líka að
því að halda sléttunum jöfnum, en það er þó ekki aðaltilgangur hennar.
Síðar verður rætt um þá völtun, þar sem sléttunin er höfuðmarkmiðið.
Komið getur fyrir, að sáðsléttan sé skellótt á öðru ári, annaðhvort
vegna misjafnrar sáningar og spírurnar eða af því, að frægresið hefur
dáið á blettum. Ef skellurnar eru stórar, svo að nema mörgum m2, er
varla um annað að ræða en sá í þær. Yfirborð skellnanna er þá rifið
upp með garðhrífu eða léttu herfi, ef þær eru mjög stórar. Síðan er
sáð í þær venjulegri grasfræblöndu, hún hrífuð niður, og síðan er
valtað.
Ef skellurnar eru hins vegar smáar, 2—4 m2 mest eða mjóar rákir,
og ef gróðurinn er ekki með öllu dauður, heldur gróðurslæðingur á
stangli til og frá um skellurnar, er venjulega einhlítt til þess að græða
þær að slá þær snemma, áður en grös setja öx. Gróðurslæðingurinn í
skellunum skýtur þá hliðarskotum, og ennfremur breiðist grasið inn
frá jöðrunum, svo að skellurnar eru algrónar, áður en varir.
15. Viðhald ræktunarinnar, umbætur og notkun.
Einn veigamesti þátturinn í viðhaldi ræktunarinnar og sér í lagi sáð-
sléltunnar er áburðurinn, að hann sé nægur og nokkur hluti hans auð-
leystur. Sáðgresinu er eðlilegt að vaxa hratt, og gefur það ekki mikla og
blaðríka uppskeru, sé eigi völ á næringu í hlutfalli við vaxtargetuna.
Þess er fjöldi dæma, að á sáðtúnum, er soltið höfðu árum saman,
hvarf sáðgresið með öllu. En þegar borinn var á alhliða nægur og auð-