Búfræðingurinn - 01.01.1947, Page 89
BÚFRÆÐINGURINN
87
leystur áburður, varð sáðgresið aftur algerlega ríkjandi, einkum háliða-
gras og stundum líka vallarfoxgras. Allar tilraunir sýna, að venjulega
er það köfnunarefnið, sem skortir. Það veldur líka mestu um blaðvöxt
jurtanna, þótt kalí og fosfórsýru megi auðvitað ekki heldur skorta.
Venjulega er séð sæmilega fyrir þessum tveimur síðartöldu áburðar-
efnum, þegar mykja er borin á, en hún er hins vegar ekki nógu auðug
að fljótvirku köfnunarefni lil þess, að þörfum sáðgresisins sé fullnægt.
Þarf því að bera á sáðslétturnar með mykjunni annað tveggja, hland
eða köfnunarefnisáburð með saltpéturs- eða ainmóníakssamböndum. Af
fjölmörgum áburðartilraunum virðist mega ráða, að sáðslétturnar
borgi auðleysta áburðinn tiltölulega betur en gömlu túnin og sjálf-
græðslurnar, en það stendur auðvitað í sambandi við bráðþroska sáð-
gresisins. Smárasléttur þurfa eigi og þola ekki heldur nærri eins mikinn
köfnunarefnisáburð og hreinar grassléttur. En þeim hentar þó einnig
vel að eiga aðgang að dálitlu af auðleystu köfnunarefni.
Slátturinn eða sláttutíminn er annað atriðið, sem hefur megingildi
fyrir viðhald og endingu ræktunarinnar, sérstaklega sáðsléttnanna. Það
er mjög áríðandi að láta sáðsléttur aldrei spretta mikið úr sér, áður en
þær eru slegnar, og á þetta fyrst og fremst við um nýjar sáðsléttur.
Grösin skjóta ekki hliðarsprotum og verða því laussætin í moldinni,
þegar seint er slegið. En auk þess er hætt við, ef vöxturinn er mikill,
að neðsti hluti stráanna og jarðstönglarnir fúni.
Hagkvæmast er að slá nýjar sáðsléttur, meðan sprettan er örust,
sköinmu áður en fljótvöxnustu grastegundirnar skríða. Það má jafn-
vel ekki horfa í það, þótt uppskeran sé þá heldur rýr. Háin bætir það
Vafalaust upp að nokkru og fóðurgæðin að fullu og vel það.
A XXII. töflu eru niðurstöður frá innlendum og erlendum tilraunum,
er sýna greinilega, hvaða tjón það er að slá seint, því að auðvitað er
það fóðurgildi uppskerunnar, en ekki fyrirferð, er máli skiptir. í raun
°g veru er það þó ekki þetta, sem mestu máli skiptir, þegar meta skal
grasuppskeruna, heldur sú orka, sem er afgangs, þegar frá er dregin
°rkan, er þarf til að melta grasið, og svo hlutfallið milli meltanlegrar
eggjahvítu og annarra meltanlegra efna. Það er þetta verðgildi, er á
XXII. töflu nefnisl kjarnfóðureiningar. Fyrir okkur, sem fóðrum að
mestu leyti á heyfóðri, skiptir það einmitt mjög miklu máli, hvernig
þetta fóðurgildi heysins er. Taflan sýnir, að fyrsti sláttutíminn
gefur tvímælalaust hagkvæmastan árangur, því að hann gefur nærri