Búfræðingurinn - 01.01.1947, Síða 92
90
BÚFRÆÐINGURINN
Beit á túnum má skipta í þrennt: vorbeit, haustbeit og vetrarbeit.
Vorbeitin hlýtur ávallt að draga nokkuð úr heyfengnum, en þar með
er ekki sagt, að heildarfengurinn, beitin og heyuppskeran, verði minni
en sá heyfengur, sem aflazt hefði, ef ekki hefði verið beitt. Takmörkuð
vorbeit þarf ekki að vera nein skennnd á nýræktum, eftir að grasrótin
er orðin fyllilega þétt. Þó er ætíð hætt við, að óþolnustu tegundir sáð-
gresisins gangi fyrr lil þurrðar, ef heitt er, en ef slétturnar eru alfrið-
aðar, en aftur á móti getur hún líka örvað spretlu og útbreiðslu ann-
arra tegunda, einkum hvítsmárans. Beit, einkum vorbeit, er eitt örugg-
asta ráðið til að auka hvítsmárann í túnunum, sé hann í afturför.
Það verður oft að teljast réttlætanlegt að beita ám á tún framan
af sauðburði, þegar gróðurlaust er í útjörð, — enn fremur kúm, fyrst
eftir að þær eru látnar út og annar hagi er lélegur, en ætíð skyldi þá
hólfa túnin sundur, svo að nokkur hluti þeirra sé alfriðaður, og þar
má þá hefja slátt. Af hinum hólfunum má svo létta beitinni misjafn-
lega snemma. Með þessari tilhögun væri lítil hætta á því, að nokkuð
af túnunum ofsprytti.
Hófleg haustbeit á túnum verður venjulega að teljast skaðlaus og
oft til bóta (nýjar sáösléttur undanskildar). Túnin spretta oft talsvert
eftir háarslátt, einkum vel ræktuð sáðgresislún. En þótt gott sé, að þau
séu ekki alveg skafin undir veturinn, getur mikill gróðurþeli verið til
óþurftar, og er því til bóta að haustbeita tún, sem þannig er ástatt um,
sé eigi beitt of lengi. Alkunnugt er, að haustbeit hesta á mosatúnum
eyðir mosanum. En réttara er þó, ef unnt er, að leita þeirra ráða, er
hindra vöxt mosans í túnunum, en venjulega kemur hann af of miklum
jarðraka, þ. e. skorti á framræslu. Fleiri ráð eru lika gegn mosanum,
svo sem herfing með sérstökum herfum, mosaherfum, er rispa rótina
og rífa upp mosann, og dreifing tröllamjöls á vorin, en það sezt á mos-
ann og svíöur hann líkt og arfann.
Vetrarbeit á túnum, sem venjulega er hrossabeit, getur eigi talizt
æskileg, því að hætt er við, að hrossin verði of nærgöngul og krafsi
jafnvel upp jarðstöngla jurtanna, svo að eftir verði flag, einkum þar,
sem smári er. Það mun því rétt að forðast vetrarbeit á nýræktum og
túnum yfirleitt.
Völtun túna, eldri og yngri, á vorin í þeim tilgangi að vinna gegn
þúfnamyndun er einn liðurinn í viðhaldi nýræktanna. Þúfnamyndun-
in getur komið einungis af frostþenslunni í jarðveginum, en oftar mun