Búfræðingurinn - 01.01.1947, Qupperneq 96
94
BÚFRÆÐINGURINN
Það er því mikið álitamál, hvort eigi sé hagkvæmt og eðlilegt að
endurrækta gömlu slétturnar, ekki aðeins vegna þess, að þær þýfast,
heldur einungis til að yngja þær upp og auka afköst þeirra. Bóndi,
sem hefði 10—15 ha ræktað graslendi, gæti t. d. endurræktað % o
hluta þess árlega, ræktað þar grænfóður eitt ár eða aðeins plægt land-
ið að hausti og fullunnið það til grasfræsáningar næsta vor, því að
ef slétturnar yrðu aldrei meira en 10 ára, er líklegt að jarðvinnslan
yrði tiltölulega auðveld.
Þegar þessari tilhögun væri á komið, væri vafalaust hagkvæmast að
láta allan meginþorra fastra áburðarefna, er til falla, ganga í nýræktina
og matjurtagarða, þar sem hægt væri að plægja áburðinn niður, en
nota aðeins hland og tilbúinn áburð til yfirbreiðslu. Þetta mundi að
vísu kosta nokkur áburðarkaup fyrstu árin, en margborga sig síðar,
því að samkvæmt tilraunum með undirburð og yfirbreiðslu, er gerðar
hafa verið í tilraunastöð Ræktunarfélagsins á Akureyri, má vænta
þess, að notagildi mykjunnar tvö- til þrefaldist, þegar hún er plægð
niður, samanborið við yfirbreiðslu. Af þessari tilhögun mundi því
leiða tvennt: betri áburSarnýtingu og stórum aukna uppskeru, því að
slétturnar mundu skila ágætum arði fyrstu árin eftir endurræktunina.
Meðaluppskera túnanna mundi því hækka verulega frá því, sem nú er,
og hægt yrði að hagnýta þar ýmiss konar nýjungar í ræktun, jafnskjótt
og þeirra er völ. Vera má, að þetta dragi nokkuð úr túnaukningu, en
því má aldrei gleyma, að ekki er allt fengið með útþenslunni og menn
rækta Iand í þeim tilgangi að afla ákveðins fóðurmagns og venju-
lega er hagkvæmara að afla þess, ef kostur er, á litlu landi en á stóru.
Endurræktun eins og þá, er hér hefur verið vikið að, er ekki hægt
að nefna sáðskipti, en þar á landi hér, sem fjölbreytt ræktun er auð-
veldust, væri líka hugsanlegt að reka grasræktina að einhverju leyti
sem sáðskiptirækt, og yrði þá kornyrkja og matjurtarækt fastir liðir
í sáðskiptinu. Sáðskiptigrasslétturnar yrðu sennilega ekki gerðar
eldri en fjögurra ára og því sáð í þær aðeins fáum afkastamiklum, en
tiltölulega óþolnum gróðurtegundum (Sjá grasfræblöndu, bls. 64).
Lítil reynsla er hér á landi um tilhögun sáðskiptis, og hljóta ræktun-
arskilyrðin á hverjum stað að ráða miklu um hana. Þó skulu hér
nefnd hugsanleg dæmi: