Búfræðingurinn - 01.01.1947, Page 97
BÚFRÆÐINGURINN
95
I. II. III.
1. ár Hafrar eða grænf. 1. ár Bygg 1. ár llafrar
2. — Kartöflur eða rófur 2.— Ilafrar 2.— Belgjurtagrænf.
3. — Bygg 3. — Kartöflur eða rófur 3. — Bygg
4.—7. — Gras 4. — Belgjurtagrænf. 4.—7. — Gras
5.—8.— Gras
Þegar sáðskipti er komið fyrir, verÖur fyrst að skipta svæði því, sem
það á að taka yfir, í jafnstóra liluta eða teiga, jafnmarga og árin, sem
umferðin nær yfir. Hver hinna einæru ræklunarjurta fær árlega einn
teig í sáðskiptinu, en hinir eru grassléttur á mismunandi aldri. Elzti
grasteigurinn er svo brotinn ár hvert, en einn teigur jafnframt ný-
sáinn grasfræi.
Þar, sem sáðskiptum verður við komið, er þeim talið margt til ágætis.
Reynslan hefur sýnt, að flestar jurtir þrífast illa til lengdar á sama
stað einar sér, og er margt, sem þessu getur valdið.
Sjúlcdómar eru flestir tengdir tegundum þannig, að sá sjúkdómur,
sem skaðar eina tegund, er annarri ósaknæmur. Þá eru sjúkdómarnir
ennfremur oft tengdir ræktunarstaðnum, svo að þeir geta haldizt við
og ágerzt, ef sama tegundin er ræktuð þar ár eftir ár, en hverfa, ef
skipt er um gróður. Með því að skipta um ræktunarstað má því hamla
mikið móti sýkingu jurtanna.
Illgresi ýmiss konar getur orðið nær óviðráðanlegt, þegar korn er
ræktað ár eftir ár í sama landinu. Hins vegar er miklu auðveldara að
uppræta illgresið í rófum og kartöflum, þar sem hægt er að koma við
ýmiss konar áhöldum við illgresiseyðinguna. Ef þetta ætti að koma hér
að notum, yrðum við að taka upp mjög róttæka og gagngera hirðingu
á matjurtateigunum. En eins og ástandið er hjá okkur oft nú, er ástæða
til að óttast, að út af þessu mundi bregða. Grasárin vinna líka að eyð-
ingu illgresisins eða sumra tegunda þess, en ekki má vera mikið illgresi
í teigunum, þegar sáð er til grassléttnanna, ef árangurinn á ekki að
vera í voða.
Nœringarejnin í jarðvegi og áburði notast bezt, þegar stöðugt er
skipt um ræktunarjurtir, því að bæði er næringarþörfin misjöfn og
svo notfæra þær sér næringu í torleystum efnasamböndum ekki allar
jafnvel. Sumar jurtir geta sótt næringu djúpt, aðrar hafa rætur sínar
aðallega í yfirborði jarðvegsins.
Köfnunarejnissöfnun belgjurta er tiltölulega auðvelt að hagnýta í