Búfræðingurinn - 01.01.1947, Side 98
96
BÚFRÆÐINGURINN
sáðskipti, því að bæði er hægt að skjóta ræktun slíkra jurta inn á milli
annarra einærra tegunda og svo má rækta rauðsmára að verulegum
hluta í grasteigunum. Og ef liann lánast vel, getur hann safnað mjög
miklu köfnunarefni.
Ymislegt fleira mætti nefna, sem mælir með sáðskiptum, þar sem
veðurfar og jarðvegsástand gerir það framkvæmanlegt, en á vissum
atriðum er þó ástæða til að vekja sérstaklega athygli.
í fyrsta lagi er nauðsynlegt, að þeir, sem leggja út á þessa braut,
geri sér fullkomlega ljóst, hvað þeir geta ræktað og hvernig á að rækta
það og hagnýta.
I öðru lagi er ástæða til þess hér á landi víðasthvar að velja þau
svæði, sem nota á til sáðskiptiræktunar, sérstaklega vel með tilliti til
legu og jarðvegs og gleyma því eigi, að land, þar sem rækta á matjurtir
og korn, þarf meiri framræstu en venjulegt tún.
í þriðja lagi verður við sáðskiptiræktina að nota heztu ráð og tæki
með fullkominni kunnáttu gegn illgresinu (arfanum), því að ef ekki
lekst að halda því í skefjum, er allur árangur sáðskiptisins í voða.
17. Helztu ákvæði jarðræktarlaga og reglugerða
við þau um nýrækt.
Jarðræktarlögin fjalla um ræktun lands og ýmiss konar umbætur
aðrar, er styðja ræktunina eða af henni stafa, og þann stuðning, er
veittur er af opinberu fé til þessara framkvæmda. Ilér verður aðeins
rakinn nokkuð sá þáttur téðra laga, er heinlínis varðar nýræktina, og
ákvæði þau í reglugerðum, er snerta gerð og mat nýræktar. (Sjá lög
nr. 54, 4. júlí 1942, og reglugerð frá 20. fehr. 1940 og 12. nóv. 1942).
I fyrsta kafla jarðræktarlaganna eru ákvæði um, að framkvæmd
þeirra sé í höndum Búnaðarfélags íslands undir yfirstjórn landbún-
aðarráðherra, en úttekt jarðabóta framkvæmist af trúnaðarmönnum,
er húnaðarsamböndin ráða, en Búnaðarfélag Islands samþykkir, setur
erindishréf og hefur eftirlit með. Enginn getur orðið stuðnings laganna
aðnjótandi, sé hann eigi í búnaðarfélagi.
Annar kafli laganna fjallar um styrki til jarðræktar og húsabóta. Þar
segir meðal annars svo:
9. gr. „Til jramkvœmda þeirra í jarðrœkt og húsabótum, sem taldar