Búfræðingurinn - 01.01.1947, Side 99
BÚFRÆÐINGURINN
97
eru í þessari grein, skal greiða styrk úr ríkissjóði sem hér segir (sbr.
þó 11. gr.J.
III. a. Þaksléttur í nýrœkt..........................
b. Grœðisléttur í nýrœkt.......................
c. Sáðsléttur í nýrœkt.........................
d. Sáðsléttur í nýrœkt, 1 árs forrœkt..........
e. Sáðsléttur í nýrœkt, 2 ára jorrœkt..........
f. Þaksléttur í túni...........................
g. Græðisléttur í túni.........................
h. Sáðsléttur í túni...........................
i. Matjurtagarða............................... .
j. Grjótnám í rœktunarlandi aldrei yjir 50 m3
á býli árl...................................
kr. 2.00 100
— 1.40 — —
— 2.50--------
_ 3.00----------
— 3.50--------
— 2.00--------
— 1.25 — —
----- 2.00------
— 1.80--------
— 1.00 1 m3.“
10. gr. „Rílcissjóður greiðir verðlagsuppbót á jarðrœktarstyrk þann,
sem talinn er í 9. og 11. grein, samkvœmt verðlagsvísitölu kauplags-
nejndar næsta ár á undan. Af jarðabótastyrk þeim, sem talinn er í 9.
og 11. gr., að viðlagðri verðlagsuppbót, renna 5% til hlutaðeigandi
búnaðarfélags til sameiginlegra félagsþarfa. Styrkur sá, sem veittur er
vegna verðlagsuppbótar, slcal ekki talinn með við útreikning hámarks-
upphœða þeirra, sem um getur í 11., 13. og 16. gr.“
í 11. gr. er gert rá£> fyrir, aS styrkurinn sé mishár eftir því, hve
mikinn styrk er húið að greiða á býli. Ef það er minna en kr. 2000.00,
hækkar styrkurinn um 30%, en þau býli, er fengið hafa kr. 7000.00—■
10000.00, fá 50% lægri styrk fyrir sama verk, en til býla, er fengið
hafa kr. 2000.00—7000.00, er styrkurinn samkvæmt 9. gr. Ekkert býli
fær meira en kr. 10000.00 í styrk að fráskildum býlum, er bæjarfélög
reka vegna nauðsynjar á framleiðslu neyzlumjólkur fyrir bæjarbúa.
Þá eru ákvæði um það í 12. grein, hversu með skuli fara, ef býli
skiptast. Deilist þá styrkur sá, er býlið hafði fengið, milli býlanna eftir
mati trúnaðarmanns, en áður eru 25% dregin frá heildarupphæðinni.
í 18. gr. eru ákvæði um hámarksstyrk til einstakra umbóta og þar
sagt, að eigi megi greiða hærri styrk en kr. 600.00 árlega á býli til
jarðræktar. Þetta er auðvitað án verðlagsuppbótar.
Að lokum skal hér vikið að „álcvœði til bráðabirgðar“, er sett var
við lögin 1942, svo hljóðandi:
7