Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 103
BÚFRÆÐINGURINN
101
megi sníða til, endurbæta og samræma, en þessi ritsmíð er ein í þeim
flokki.
Mér er það vel Ijóst, að ég hef ritað of langt mál til þess, að það
verði notað óskorið við kennslu í bændaskólunum. En auðgert ætti að
vera fyrir kennara skólanna að fella úr það, sem er um of, en á það
verður jafnframt að líta, að fyrir ræktunarmenn og bændur, er vilja
lesa um nýræktarmál, er hagkvæmast að fá fræðsluna í þessum bún-
ingi, þótt af því leiði nokkrar málalengingar, sem óþarfar eru í skóla-
námsbók, er styðst við fyrirlestra kennara. Þegar lokið verður að rita
alla meginþætti jarðræktarfræðinnar á þennan hátt og þeir verða allir
sameinaðir í eina samræmda heild, ætti að mega bæta úr ýmsu því,
sem nú er áfátt, um leið og þeir verða sniðnir eftir nýjustu reynslu,
en það er einmitt hin „praktíska“ framkvæmd ræktunarinnar, sem
tekur mestu og hraðstígustu breytingunum.
EFNISSKRÁ
Helztu lieimildir...................................................... Bls. 4
1. Skilgreining og takmörk.......................................... — 5
2. Lauslegt ágrip af sögu túnræktarinnar............................ — 6
3. Val ræktunarlands og undirbúningur...............................— 12
4. Jarðvinnslan ....................................................-—• 19
5. Samanburður á ræktunaraðferðum................................... — 28
6. Áburðurinn. Lokið við sáðsléttuna................................ — 34
7. Forrækt ......................................................... — 39
8. Grænfóður ....................................................... — 45
9. Beitirækt ___i...................................................— 54
10. Sáðsléttan búin undir sáningu.....................................— 57
11. Grasfræ og sáðblöndur.............................................-— 62
12. Sáðmagn. Sáðtími. Sáning.......................................... — 74
13. Skjólsáð ......................................................... — 81
14. Fyrsta liirðing sáðsléttunnar...................................... — 83
15. Viðhald ræktunarinnar, umbætur og notkun.......................... — 86
16. Endurvinnsla. Sáðskipti.............................................— 93
17. Ilelztu ákvæði jarðræktarlaga og reglugerða við j)au um nýrækt....— 96
18. Málalok ........................................................— 100