Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 104
Kveðja til Hvanneyrar
HaustiS 1927, að kvöldi hins 14. október, var báli róið inn og yfir
Borgarfjörðinn frá Borgarnesi að Hvanneyrarfit. í bátnum voru 8
væntanlegir nemendur Hvanneyrarskóla, er skyldu mæta við skóla-
setningu á Hvanneyri daginn eftir. —- Ég var þá á 18. ári. Ég hafði
aldrei fyrr farið út fyrir mörk þeirrar sýslu, er ég var fæddur og upp
alinn í. Ég hafði lítið setið á skólabekk, eða aðeins um 8 vikna skeið,
er ég var á 11. ári. Ég hygg, að ég hafi á þessum tíma verið enn þá
óþroskaðri og enn þá ólífsreyndari unglingur en jafnvel aldur minn
benti til.
Fyrsta morguninn, sem ég vaknaði á Hvanneyri, var veður drunga-
legt og nokkur rigning. Þennan morgun fannst mér ljótt á Hvanneyri
og ljótt það, sem ég sá af Borgarfirði. Mér leiddist þennan dag, og mig
fór að iðra þess að vera ekki kyrr heima hjá foreldrum og systkinum.
Daginn eftir byrjaði lestur bóka og nám, er veittist mér erfitt í fyrstu.
Kynning skólafélaga hófst einnig samtímis. Hugurinn dreifðist því
fljótt, og öll leiðindi hurfu og gleymdust. Síðan þetta var, hefi ég
víða ferðazt og dvalizt lengri eða skemmri tíma. En á þessum fyrstu
dögum, er ég dvaldist á Hvanneyri, hefi ég eflaust vaxið frá því að láta
mér leiðast. Þá og síðar hefi ég öðlazt skilning á því, að nýtt umhverfi
og nýtt starfssvið skapar ný verkefni og eykur athafnaþrána. Leiðindi
þurfa ekki að komast að og geta aldrei komizt að þar, sem verkefni
eru næg og áhugi fyrir hendi til að leysa þau.
Eftir tvo vetur útskrifaðist ég úr Hvanneyrarskóla. Ég hafði nokkuð
lært hér, en þroskazt miklu meira. Ég hafði meðal annars að mestu
leyli lært að læra, er kom mér að mestum notum við síðari og erfið-
ari skólagöngu.
Haustið 1936 kom ég aftur að Hvanneyri. Nú kom ég þangað til
þess að taka á móti nemendum og kenna þeim — og til þess að takast
á hendur stjórn Hvanneyrarskólans. Oðrum þræði fannst mér ég enn
vera unglingur. Ef til vill var ég það. Fjórir nemendur í skólanum voru
eldri en ég var þá.