Búfræðingurinn - 01.01.1947, Síða 106
104
BÚFRÆÐINGURINN
húsinu, sem vantar t. d. hátíðasal. Hér vantar og nokkrar fjölskyldu-
íbúðir, hænsnahús, svínahús, 15—20 bílskúra, og eflaust rnætti lengur
telja. Bústofn og áhöld öll, bæði skóla og bús, þarf að auka og bæta.
Tímarnir breytast, kröfurnar breytast (aukast), og skólarnir þurfa
að breytast. Enginn skóli myndi byggður nú með sama sniði og fyrir
sextíu árum.
Hvanneyrarskólinn hefur útskrifað 1000 búfræðinga. Bændastétt
landsins hefur haft mikla þörf fyrir þá strauma menningar og fræðslu,
sem þessir menn hafa flutt með sér út um sveitirnar. Og áfram munu
renna héðan straumar menningar og fræðslu til bændastéttar landsins.
Að undanskildum örfáum fyrstu dvalardögum mínum á Hvanneyri
hefir mér alltaf fundizt fagurt hér, og því fegra, sem ég hefi lengur
verið. Mér myndi nú vefjast tunga um tönn, ef ég ætti að benda á stað,
sem mér þætti fegri en Hvanneyri. Borgarfjarðarhérað er einnig
rómað fyrir fegurð. Það er stundum nefnt hjarta landsins. Að mörgu
leyti ber Borgarfjörður það nafn með réttu.
En hví þá að fara frá Hvanneyri nú? Þannig hafa sumir vinir mínir
spurt. Ég tel enga ástæðu til að svara. Ég hefi einnig verið spurður:
„Er þig ekki strax farið að iðra eftir þessa ákvörðun?“ Nei. Því þá
það? Við hjónin höfum tekið þessa ákvörðun eftir fyllstu yfirvegun og
í fullri sátt við guð og menn. I fullri sátt og með þakklæti við nemend-
ur, kennara og starfsfólk allt. Ég minni aftur á það, sem ég sagði áðan,
að nýtt umhverfi, nýtt starfssvið skapar ný verkefni og eykur athafna-
þrána. Eflaust hefðu margir gagn af því að skipta um starf, en það er
því miður oft erfitt í framkvæmd.
En — við förum ekki að öllu leyti frá Hvanneyri. Hugur okkar mun
reika þar oft. Við munum ekki slíta tengslin, hvorki við staðinn né það
fólk, sem við höfum starfað með hér. Við munum ævinlega gleðjast
yfir velgengni og unnum sigrum á Hvanneyri, en hryggjast, ef óhöpp
henda.
Allar beztu óskir okkar fylgja staðnum framvegis, og vonir um fram-
tíð bændamenningar á íslandi verða tengdar Hvanneyri.
Heill og gæfa fylgi nemendum, starfsfólki og stjórnendum Hvann-
eyrarskólans um alla ókomna tíð!
Runólfur Sveinsson.