Búfræðingurinn - 01.01.1947, Page 107
Kveðjuorð
til Runólfs Sveinssonar skólastjóra og konu hans,
Valgerðar Halldórsdóttur
Hvanneyrarskólinn þakkar Runólfi Sveinssyni þær hlýju kveðjur og
árnaðaróskir, sem birtar eru hér að framan. Skólinn þakkar honum
líka gott og óeigingjarnt ellefu ára starf. Það hefur verið rækt á þann
veg, að við brottförina er hans saknað af kennurum, nemendum og
starfsfólki staðarins. Hann hefur verið vinsæll meðal allra þeirra, sem
með honum hafa starfað á Hvanneyri, og ég veit, að við brottförina frá
Hvanneyri fylgja honum hugheilar kveðjur Hvanneyringa, ekki sízt
nemenda hans.
A Hvanneyri mun marka fyrir sporum Runólfs um langan tíma.
Framkvæmdir hans voru einkenndar með stórhug og bjartsýni, og þó
fékk hann oft minna áorkað en hann vildi.
Fyrir nemendafélagið Hvanneyring og Búfræðinginn hefur Runólf-
ur ávallt starfað af heilum hug. í Búfræðingnum eru hirtar margar
fróðlegar greinar eftir hann, einkum um búfjárrækt. Vona ég, að fram-
hald verði á því, þó að hann hafi skipt um stöðu.
Hvanneyrarskólinn óskar þeim gæfu um alla framtíð, Runólfi Sveins-
syni og konu hans, frú Valgerði, dóttur hins góðkunna skólastjóra á
Hvanneyri, Halldórs Vilhjálmssonar, sem gerði þann garð frægan um
29 ára skeið.
G. J.