Búfræðingurinn - 01.01.1947, Page 112
110
BÚFRÆÐINGURINN
til eftir 30—40 ára starf nautgriparæktarfélaganna, eru óáreiðanlegar.
Veldur því meðal annars: a) Bændur hafa tilhneigingu til að láta kýr
sínar mjólka meira á pappírnum en þær raunverulega gera í fötuna.
b) Mjólkin er víða mæld í alls kyns ílátum, en ekki vegin á vog. Til
mælinganna hafa verið notaðar ávaxtadósir og aðrar dósir undan nið-
ursuðu, bollar o. fl. En jafnvel þótt notuð séu Iítramál af réttri stærð,
er hættan á að mæla skakkt margföld á við hættuna á að vigta skakkt.
Veldur því, að froða er ofan á fötunum og erfitt er að hafa málin alltaf
jafnfull. c) Tölurnar eru skrifaðar á miða, en ekki í hók. Miðarnir
týnast stundum. d) Fitusýnishornin eru skakkt tekin, svo að fitu-
magnstalan verður skökk.
2. Nautalialdið.
Með starfrækslu nautgriparæktarfélaganna er til þess ætlazt, að fé-
lagsmenn sameinist um að halda kúm sínum undir kynbótanaut, eitt
eða fleiri, í hverju félagi, eftir því sem aðstæður leyfa. Ætlazt er til,
að naut þessi séu valin, þ. e. undan úrvalskúm og nautum, sem vitað
er um, að séu af góðum ættum. Enn fremur er nauðsynlegt að láta
þessi naut lifa og nota þau svo lengi, að dætur þeirra sýni erfðaeðli
nautanna. Allt hefur þetta verið þverbrotið og vanrækt í flestum naut-
griparæktarfélögum landsins. Margir bændur innan félaganna hafa oft
notað óvalda bola, sem af hendingu höfðu verið látnir lifa án tillits
til þess, að þeir voru notaðir sem undaneldisgripir. Aðeins í fáum
félögum hefur þeirri nauðsynlegu reglu verið fylgt að láta bolana lifa
svo lengi, að séð væri eitthvað um arfgengi þeirra.
Skrásetning kálfanna, þ. e. skýrslur um foreldra þeirra og ætt, hefur
víðast hvar verið mjög í molum. Engin ættbók hefur verið samin um
íslenzka nautgripi.
V
Árangur beztu félaganua.
(P. Z.: Búnaffarritið, 58. árgangur, 1945)
í Hrunamannahreppi er eitt elzta nautgriparæktarfélagið. Ef reikn-
uð er út meðalkýr hverra fimm ára á félagssvæðinu og tillit tekið til
kúafjöldans hvert ár, hefur meðalkýrin reynzt þannig:
Ár Meffalnyt Fita Ár Meffalnyt Fita
1903—08 2281 kg 3,63 % 1924—28 3506 kg 3,73 °/o
1909—13 2291 — 3,66 — 1929—33 2798 — 3,75 —