Búfræðingurinn - 01.01.1947, Side 115
BÚFRÆÐINGURINN
113
náð. Almennasta ástæðan til þess mun vera sú, að algert skilnings- og
hirðuleysi bændanna ríkir um nautahaldið.
VI
Páll Zóphoníasson segir í fyrrnefndri grein í Búnaðarritinu á þessa
leið: „Þegar rannsaka skal, hvernig naut hafi reynzt (þ. e. arfgengi
þess), er athugað, hvernig dætur þess reynast í samanhurði við aðrar
kýr.“ Þetla er að nokkru leyti gert hér í kaflanum að framan, t. d. með
dætur Dýrafjarðar-Hvanna, Mána, Kuggs, Hupps o. fl. nauta. Sá saman-
burður, sem þannig fæst, segir þó ekki nema nokkuð um reynsluna á
nautinu. Við sjáum t. d. ekki, þótt meðaldóttir Dýrafjarðar-Hvanna
hækki meðalkúna í félaginu þar, hvort allar dætur hans hafa verið góð-
ar eða betri en meðalkýrin í félaginu. í þessu tilfelli var það þannig, að
ein dóltir Dýrafjarðar-Hvanna, sem var lökust, hækkaði ekki meðal-
nytina í félaginu. Þegar rannsaka á til hlítar, hvernig nautið hafi reynzt,
og fá sem gleggsta vitneskju um arfgengi þess, verður að bera dætur
þess hverja og eina saman við móður sína eins og hún var á sama aldri.
1 yngri nautgriparæktarfélögunum er þetta ekki hægt, þar sem skýrslur
um mæðurnar eru ekki til. Þessi samanburður verður því ekki gerður á
Hvanna í Mýrahreppsfélaginu. í eldri félögunum á þetta að vera hægt,
en reynist þó oft erfitt og stundum með öllu ógerlegt. Þannig reyndist
t. d. ekki hægt að bera allar dætur Mána saman við mæður sínar. Slík-
ur samanburður þarf einnig helzt að vera gerður þannig, að bornar séu
saman nytir mæðra og dætra milli burða og á sama aldri. Þá þarf dóttir
og móðir að hafa borið á svipuðum aldri í fyrstu og burður ekki að
færast verulega til. Skýrslur þær, sem Búnaðarfélag Islands fær frá
nautgriparæktarfélögunum, eru gerðar upp við áramót. Á þeim skýrsl-
um sést ekki, hvað hver kýr mjólkar milli burða. Hinn rétti samanburð-
ur á milli mæðra og dætra verður ekki gerður nema hafa frumbækurn-
ar, þ. e. skýrslubækur heimilanna.
Eftir þeim gögnum, sem Búnaðarfélag íslands hefur, hefur verið
gerður samanburður á dætrum Mána frá Kluftum og mæðrum þeirra.
Meðal mæðranna eru sumar beztu kýr landsins, og eru sumar þeirra
lifandi enn þá (1944). Einnig eru þar lélegar kýr, að vísu ekki margar,
en þær segja sína sögu í skýrslunum.
Þólt vafasamt sé, hvort fóðrun kúnna í nokkru öðru nautgriparækt-
arfélagi standi framar en í félagi Hrunamanna, þá sést þó, að enn er
8