Búfræðingurinn - 01.01.1947, Síða 116
114
BÚFRÆÐINGURINN
fóðrun þar áfátt. Kemur það greinilega í ljós á skýrslum sumra mæðr-
anna.
Hér með vísast til skýrslnanna í 58. árgangi Búnaðarritsins 1945,
57.-75. bls.
í ályktunum þeim, sem Páll Zóphóníasson dregur af þessum skýrslum
og fleiri, segir í sama Búnaðarriti meðal annars: „Af samanburðinum
sést, að allar dætur Mána nema tvær hafa hærra fitumagn í mjólk-
inni en mæðurnar. Þær hafa yfirleitt feita mjólk.“
Af reynslu á 47 dætrum Mána er nú óhætt að fullyrða, að Máni reyn-
ist vel. Dætur hans fá frá honum eðli til þess að gefa feita mjólk og
mikill meiri hluti þeirra líka til að breyta miklu fóðri í mjólk og þar
með verða arðsamar kýr.
Tveir bræður Mána, synir Huppu 12 á Kluftum, eiga nú orðið upp-
komnar dætur, sem reynsla er fengin um. Annar þeirra var eldri en
Máni. Hann hét Klufta-Brandur og var notaður í Biskupstungunum. Þar
munu vera til allmargar kýr undan honum. Nautgriparæktarfélag Bisk-
upstungna er ungt og enn þá nokkuð í molum. Árið 1943 sendi það
skýrslur um aðeins 93 fullmjólka kýr. Af þeim eru 20 dætur Klufta-
Brands. Nokkrar kýr hefur gleymzt að feðra eða að geta þá um, að
faðir væri óþekktur, svo að það geta verið fleiri dætur, sem Klufta-
Brandur á á skýrslunum.
Meðalkýrin af þessum 93 mjólkaði 3086 kg með 4,11% fitu. Meðal-
dóttir KIufta-Brands mjólkaði 3167 kg með 4,25% fitu. Greinilega sést,
að dætur Klufta-Brands hafa bætt meðalkúna í Biskupstungunum veru-
lega.
Hinn bróðirinn, sem er yngri en Máni, heitir Klufti. Hann er nú
eitt af kynbótanautum nautgriparæktarfélagsins í Gnúpverjahreppi. Enn
þá hafa ekki dætur Klufta, sem allar eru enn ungar, verið bornar sam-
an við mæður sínar.
Hinn 1. jan. 1943 eru 14 þeirra taldar fullmjólka og teljast með,
þegar reiknuð er út meðalkýrnyt félagsins. Árið 1943 voru 123 full-
mjólka kýr á skýrslu, þar af 14 dætur Klufta, eins og áður getur.
Meðalkýrin mjólkaði 3174 kg með 3,70% fitu. Meðalnyt Kluftadætra
var 3465 kg með 3,94% fitu. Þess ber einnig að minnast, að dætur
Klufta hafa hækkað meðalnyt félagsins, svo að munurinn er að sjálf-
sögðu meiri á öðrum kúm félagsins og dætrum Klufta en ofanskráðar
tölur sýna.