Búfræðingurinn - 01.01.1947, Síða 117
BÚFRÆÐINGURINN
115
í úthluta Akrahrepps, fyrir utan Dalsá, er notað naut, sem Sóti heitir.
Hann er ættaður frá Helgastöðum í Reykjadal. Sóti er nú að hækka
meðalnyt kúnna í Akrahreppnum líkt og Dýrafjarðar-Hvanni gerði í
Mýrahreppnum.
í Mosvallahreppi í Önundarfirði er naut, sem Vestri heitir, ættaður
af Rauðasandi. Undan lionum eru nú fyrstu kýrnar að koma upp, og
virðast þær ætla að bæta meðalkúna þar.
Mörg nautgriparæktarfélögin eiga nú vel ættuð naut. Þau ættu eftir
flestum líkum að dærna að auka meðalnyt kúnna í félögunum. Óvíst er,
hvort hægt verður að ganga úr skugga um það, meðan þau eru lifandi.
Ef dæma á af reynslu undanfarinna ára í því efni, verða sum þeirra drep-
in langt fyrir aldur fram.
VII
Dýrafjarðar-Hvanni var í kúafárri sveit. Vestri og Sóli eru það líka.
Undir þá má árlega leiða 30—60 kýr. Máni er aftur á móti í kúamargri
sveit, og mætti nota hann handa nokkru á annað hundrað kúa. Undan
honum eru þó ekki aldir nú nema fáir kálfar á ári. Sama er að segja um
Klufta. Þessi naut, sem nokkur trygging er fyrir, að séu mjög verðmæt,
notast því illa fyrir heildina.
Reynt hefur verið að útbreiða kyn eða ætt Huppu 12 á Kluftum.
Undan henni hafa verið seldir 7 nautkálfar. Undan dætrum hennar,
Osk, Gullbrá og Hosu, hafa verið seldir 6 og undan Mána og ýmsum
beztu kúnum í Hrunamannahreppi hafa verið seldir nær 20 naut-
kálfar. Þá hafa einnig verið seldir bolar undan Klufta, Klufta-Brandi,
Hupp og kúm undan þeim. Naut út af Huppu 12 eru nú í S-Múla-,
Rangárvalla-, Arnes-, Kjósar-, Borgarfjarðar-,Barðastrandar-, Stranda-,
Eyjafjarðar-, Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum.
Sum af þessum nautum hafa verið keypt af einstaklingum, önnur af
félögum. Sumir, sem hafa þessi naut, halda ekki skýrslur um nyt kúa
sinna, skrásetja ekki faðerni lífkálfanna og fullnægja þannig ekki lág-
markskröfum í húfjárrækt. Afleiðing þessa verður sú, að verðmætir
eiginleikar þessara nauta verða ekki kynfestir í nautgripastofni okkar
sem vert og hægt væri.
VIII
Hvanneyrarkýrnar.
Um nærri 40 ára skeið hafa verið haldnar fóður-, afurða- og ættar-