Búfræðingurinn - 01.01.1947, Page 118
116
BÚFRÆÐINGURINN
skýrslur yfir kúabúið á Hvanneyri. Tala mjólkurkúnna hefur lengst af
verið 60—75. Ég hygg, að hvergi liggi fyrir fullkomnari og áreiðan-
legri skýrslur um íslenzka nautgripi en hér. Á það þó alveg sérstak-
lega við um mjólkurskýrslurnar. Því til sönnunar vil ég benda á tvennt:
1. Mjólkin hefur verið vegin, en ekki mæld í lítramálum. 2. Engin
hneigð hefur átt sér stað hjá eigendum búsins til þess að láta kýrnar
mjólka meira á pappírnum en þær gerðu raunverulega í fötuna. —
Fóðrun og hirðing (þ. e. ytri aðbúð) hefur verið hér yfirleitt betri en
almennt gerist annars staðar á landinu, svo að telja má víst, að hin
ytri aðbúð hafi ekki hindrað það, að erfðaeðli kúnna kæmi fram í
þeim afurðum, sem þær hafa skilað. Meðal annars þess vegna mun
vera hægt að fá út úr kúabókunum hér meiri og áreiðanlegri vitneskju
um arfgenga eiginleika íslenzkra nautgripa en nokkurs staðar annars
staðar. Enn þá hefur ekki verið unnið til neinnar lilítar úr þessum
skýrslum. Eg mun hér á eftir draga fram fáa þætti úr þeim, sem sýna
að nokkru arfgenga eiginleika þessara nautgripa, sem hér hafa veri'
ræktaðir á fjórða tug ára. Þess skal þó geta, eins og síðar mun komr
fram, að á síðustu 10—15 árunum eru keyptir gripir að, sem blandað
er í hinn gamla stofn. Um hina aðkeyptu gripi eru ekki til öruggar
skýrslur fyrr en eftir að þeir eru komnir hingað.
IX
Á fyrstu skýrslunni, sem til er um Hvanneyrarkýrnar og nær frá
5. nóv. 1908 til sama tíma 1909, er meðalnyt 40 fullmjólkandi kúa
1813 kg með 3,87% fitu.
I sögu Hvanneyrarskólans, 50 ára afmælisriti hans, frá 1939, er birt
fimm ára meðaltal yfir mjólkur- og feitimagn, frá 1912—1938. Um
þetta meðaltal segir Guðmundur Jónsson. „í það eru teknar allar kýr,
sem eru á skýrslu allt árið. Er því fyrsta kálfs kvígum venjulega sleppt.
Sumar kýr eru teknar með, sem ekki mundu vera taldar „full mjólka“
á nautgripafélagsskýrslum, og má yfirleitt gera ráð fyrir, að neðan-
skráðar tölur séu nokkru lægri en meðaltalið mundi vera af „full-
mjólka“ kúm, en hins vegar voru ekki ávalll til fullnægjandi upplýs-
ingar til þess að geta aðgreint þær.“
Við þessi finnn ára meðaltöl úr Hvanneyrarsögunni er hér bælt
tveimur frá árunum 1938—1947.