Búfræðingurinn - 01.01.1947, Page 119
BÚFRÆÐINGURINN
117
Ar Mjólk Feiti
1912—17 2200 kg ? %
1918—23 2616 — 4,1-
1923—28 2542 — 4,2-
1928—33 2676 — 4,0 —
Ár Mjólk Feiti
1933—38 2186 kg 4,0 %
1938—43 2855 — 3,62 —
1943—47 3091 — 3,65 —
Vantar skýrslu árið 1917- -18.
X
A skýrslunum, sem nú eru fyrir hendi, er hægt að' sjá ýmislegt um
arfgenga eiginleika nauta þeirra, sem mest hafa verið notuð á Hvann-
eyri undanfarin 35—40 ár og hafa sennilega Iiaft mest áhrif á arf-
genga eiginleika Hvanneyrarkúnna.
Cœsar.
Vorið 1908 var Cæsar keyplur af Eggerti Finnssyni á Meðalfelli í
Kjós. Um ætt Cæsars segir: Faðir hans hét Rauður, ættaður frá Hof-
stöðum í Skagafirði. Faðir Rauðs var svartur að lit, undan svartkoll-
óttri 18 marka kú, sem gaf 4,8% feita mjólk. Móðir Cæsars var dökk-
kolótt, undan kú, sem hét Kveisa. Mjólkaði hún eftir fyrsta burð 2850
kg, eftir annan hurð 3670 kg og eftir þriðja burð 4260 kg, en var þá
seld.
Cæsar var alrauður, lítið eitt kolóttur í andliti, granalitur dökkur.
Flest afkvæmi Cæsars voru rauð, dumbótt og svört að lit. Cæsar var
notaður til Hvanneyrarkúnna í 10 ár, sum árin nær eingöngu. Hann
var dálítið notaður til dætra sinna.
Þótt Cæsar væri notaður um tíu ára skeið og allmargar kvígur aldar
undan honum á því tímabili, verða ekki nema tiltölulega fáar dætur
bornar saman við mæður þeirra. Til þess liggja þrjár höfuðástæður: 1.
Engar skýrslur eru til um afurðir kúnna fyrir 1908. 2. Um árin 1909
—1910 og 1917—1918 vantar skýrslur. En árið 1917—1918 eru marg-
ar af dætrum Cæsars á bezta aldri. 3. Nokkrar af dætrum Cæsars eru
seldar frá Hvanneyri, og tnargar eru drepnar ungar. Að síðasta atrið-
inu verður nánar vikið síðar.
Af dætrum Cæsars eru 16 og 10 mæður þeirra, sem hægt er skýrsln-
anna vegna að bera saman, hvað nylhæð snertir. Sá samanburður lítur
þannig út:
Meðalnyt 16 dætra 2769 kg
— 10 mæðra 2313 •—-
Aukning 456 kg