Búfræðingurinn - 01.01.1947, Page 127
BÚFRÆÐINGURINN
125
þurfa þær aS hafa vel byggðan og hraustan skrokk. Þess er og vert
að minnast, að alhnikið er notað hér af nautakjöti til átu. Ef borið er
saman kjöt af erlendum nautgripakynjum, jafnvel mjólkurkynjum, en
þó sérstaklega kjötkynjum, og íslenzkum nautgripum, er munurinn
ótrúlega mikill. Nú er það staðreynd, að mörg úrvals erlend naut-
gripakyn sameina hvort tveggja, mikla mjólkurlagni og mikið og verð-
mætt kjöt. Enn fremur er það staðreynd, að í nautgriparækt flestra
2. mynd. Skrauta 26, Laugum.
landa er hagkvæmt að miða ræktun kúnna við hvort tveggja. Eg tel
því mikla nauösyn bera til að taka fullt tillit til líkamsbyggingar og
kjötgæða í nautgriparækt okkar og miklu meira en gert hefur verið
hingað til.
XIII
Samkvæmt reynslu margra landbúnaðarþjóða í búfjárrækt má full-
yrða, að hægt mun að kynbæta íslenzka nautgripastofninn mjög mik-
ið með úrvali og fullkomnu skýrsluhaldi yfir afurðir og ættir einstakl-
iuga meðal nautgripanna. Ilægt myndi að rækta upp sérstök kyn, þ. e.
festa þá arfgenga eiginleika, er verðmætir þykja með nautgripunum,
kynfesla þá. Hitt er þó jafnvíst, að slíkt mundi taka ekki aöeins mörg
ár, heldur áratugi og jafnvel aldir. Þannig eiga nú mörg af beztu