Búfræðingurinn - 01.01.1947, Síða 151
BÚFRÆÐINGURINN
149
spýtu. Þegar blossi myndast, eiga allir að flýta sér í burtu í 170 m
fjarlægð. Við sprenginguna kastasl jarðefnin hátt í loft upp, og megnið
af þeim kemur niður í meiri eða minni fjarlægð frá skurðinum. Út-
jöfnun ruðnings verður því lítil.
Ajköstin. í blautri mýri verður skurðurinn nálægt 80 cm. djúpur,
sé eitt stykki sett í hverja holu, breiddin að ofan, samkvæmt áður
Sprengiejninu komið jyrir.
sögðu, 3,0 in, en botnbreiddin verður um 60 cm. Eftir þessu verður
hver lengdarmetri í skurðinum um 1,44 m3. í hvern m þarf við góð
skilyrði 2 stykki af sprengiefninu eða um 450 g. Það svarar til þess, að
1 kg af sprengiefni rými um 3,2 m3 af jarðvegi. Sé IV2 stykki í hverri
holu eða 1 í annarri og 2 í hinni, verður skurðurinn um 1,0 m á dýpt
og breiðari í botninn.
Verðið. Sprengiefnið flyzt í trékössum, og eru 100 stykki í hverjum.
Kassinn kostar í Reykjavík í útsölu um kr. 155.00 eða hvert kíló tæpar
7.00 krónur. Hver hvellhetta koslar 30 aura og hvert fet af sprengi-
þræði 20 aura. Hver teningsmetri í skurði kostar þá í efni um kr.
2.20. í þurrum jarðvegi verður þetla eitthvað hærra.
Geymsla. Geymslan skal vera hrein, þurr, köld, loftgóð, örugg og vel
læst fyrir eldi. Hún skal vera í nokkurri fjarlægð frá byggingum, veg-
um og öðrum mannvirkjum. Kössunum skal stafla þannig, að vöru-
merkið snúi upp. Engar eldspýtur eða eldfim efni, t. d. olía, benzín,
málning, mega vera í geymslunni. Ekki mega vera þar opin ljós.