Búfræðingurinn - 01.01.1947, Side 154
Framtíðarmál sveitanna
Eftir Guðlaug Sigurðsson, Hrísum á Snœfellsnesi
Vegna hinna síauknu fólksflutninga frá sveitum til bæja og sjávar-
þorpa er ekki einungis hætta á, að sveitirnar hætti að geta fullnægt
framleiðsluþörf landbúnaðarins, heldur er það líka augljóst, að með
áframhaldandi fólksfækkun verður ekki unnt að viðhalda menningar-
og félagslífi innan sveitarfélaganna. Það er þetta atriði, sem hér verður
minnzt nokkru nánar á. Til þess að hægt sé að halda uppi ýmsum
félagssamtökum, svo sem skólum o. fl., þarf allmikið árlegt fjármagn.
Aðaltekjustofn sveitarfélaganna er oftast útsvörin, sem lögð eru á
hreppsbúa. Það er því augljóst, að þegar lílið er annað eftir af gjald-
endum en einyrkjabændur, sem hafa oft ekki meiri tekjur en svo, að
þær rétt hrökkva fyrir framleiðslukostnaði, er þörf að leita nýrra
ráða.
Bændur framleiða og selja allmikið af búvörum sem hráefni, sem
síðan eru teknar til ýmiss konar iðnaðar. Með samvinnufélagsskap
sínum þurfa bændur að koma því til leiðar, að þessi iðnaður verði
rekinn í sveitunum. Að sjálfsögðu yrði að gera ráð fyrir, að sá iðn-
aður væri rekinn með rafmagnsafli, sem víða eru skilyrði lil að fram-
leiða, ef við höfum aðeins framtak og fjármagn til að notfæra okkur
þau.
Sem dæmi um slíkan iðnrekstur mætti nefna mjólkurvinnslu, ýmiss
konar ullariðnað, saumastofur og smíðaverkstæði fyrir tré og máhn
o. fl. Það er ekki svo lítið fjármagn, sem festa mætti heima í héruðun-
um, ef t. d. ullin væri öll unnin þannig og svo seld sem fullgerður
fatnaður. Við þelta mætti skapa unga fólkinu góða og örugga atvinnu,
sem því væri hollara að starfa við heima í átthögum sínum en leita sér.
atvinnu í glaunii bæjanna. Pá mætti búast við, — og væri sjálfsagt að
athuga það í byrjun —, að í kringum þessi iðjuver gæti risið upp
smábýlabúskapur, sem starfsfólkið og fjölskyldur þess gætu stundað
sér til gagns og gleði.