Búfræðingurinn - 01.01.1947, Síða 157
BÚFKÆÐINGURINN
155
1. Border-Leicester-féð er feitlagnara, betur holdfyllt og kropplags-
betra og flokkast því betur, er til kjötmats kemur, en íslenzka féð.
2. Ullin er meiri, mjög toglítil, það fildast vel og týnir ekki ullinni.
3. Border-Leicester-féð er flest spakt bæði í húsi og í haga. Þeir,
sem umgangast sauðfé, vita, hve mikilsverður kostur það er.
4. Og síðast, en ekki sízt: Við höfum ástæður til að ætla, að þetta
fé hafi meiri mótstöðu gegn mæðiveiki en íslenzka féð.
Border-Leicester-féð er ræklað láglendisfé. Afréttarlönd íslands munu
því alls ekki vera hentugt beitiland fyrir það. Mér finnst ekki vera hægt
að ætla þessu fé að lifa á beit að vetrinum með hinu íslenzka fé. Aftur
a móti mun það varla þurfa í innistöðu eins mikið og íslenzka féð.
Haustið 1945 fengum við annan hrút frá Hvanneyri, hreinræktaðan
af Border-Leicester-kyni. Þennan hrút notuðum við ekkert fyrr en í
velur, og er því ekki hægt að segja neitt um hann að svo komnu máli.
Eg tel, að við höfum bætt féð hérna með notkun þessa hrúts, sem
við fengum frá Hvanneyri haustið 1943. Lömbin reynast nú betri en
þau gerðu hér áður, sérstaklega með tilliti til flokkunar kjötsins.
Nú stendur fyrir dyrum að skera niður allt sauðfé í þessu byggðar-
íagi vegna karakúlpestar. Við, sem höfum fengið svolilla reynslu af
Border-Leicester-fénu, höfum hug á að útvega okkur það aftur að
niðurskurðinum afstöðnum, ef þess er kostur.
Er það í raun og veru rétt?
Eftir JátvarS Jðkul, MiSjanesi í Barðastrandarsýslu
I nóvemberblaði Freys þ. á. er því haldið fram í grein eftir Friðjón
Júlíusson og stutt erlendum rökum, að kvígur eigi ekki að bera fyrr
en þriggja ára.
Þetta er mjög veigamikið atriði í búskapnum, hvort ala á kvíguna
í 3 ár, áður en nokkur arður fæst af henni. Það má muna allverulegu
á nyt bæði fyrr og síðar, ef fást á meira en sem nemur ársfóðri full-
orðins nautgrips.
Það er líka ólíklegt, að ekki sé unnt að láta gripinn ná nokkurn