Búfræðingurinn - 01.01.1947, Síða 161
BÚFRÆÐINGURINN
159
leiðsla á kindakjöti til útflutnings, en flutningur smjörs inn í landiÖ
1 staðinn, mun aldrei veita þjóðinni góða fjárhagslega afkomu. Þetta
þarf því að breytast til batnaðar með vaxandi og batnandi skipulagn-
ingu landbúnaðarins í heild.
Eg fullyrði, að sendinn jarðvegur er að mörgu leyti heppilegri til
nýbýla en mýrarjarðvegur. En eins og ég hef þegar tekið fram, eiga
þar ekki við sömu búskaparhæltir og á öðrum nýbýlum.
Mjólkurframleiðslan, sem gæti að sjálfsögðu verið aðalframleiðslu-
greinin (á meðan við flytjum ekki inn í landið nautgripakjötkyn),
yrði að framkvæmast á þann hátt, að beitilandið fyrir kýrnar væri að
mestu leyti rœktað land. Fyrr gefa kýrnar ekki fullan arð. Og hygg ég,
að þetta eigi einnig við um okkar beztu mjólkurhéruð. — Ég varð var
við það á sumrinu 1946, að nokkrir bændur í Mýrdalnum gáfu mjólk-
urkúm sínum fóðurbæti með beitinni, og er Mýrdalurinn þó með
betri sveitum til nautgriparæktar.
Auk nautgriparæktar gætu bændur á þessum býlum stundað kart-
öflurækt í stórum stíl og ræktun annarra garðávaxta, því að kartöflu-
rækt í okkar raka loftslagi ætti að langmestu leyti að fara fram á sand-
jarðvegi. — Kornrækt ætti að vera fastur liður í sáðskiptum með kart-
öflunum. Enn fremur gæti hér komið til greina frærækt, án þess þó
að ég búist við því, að bændur almennt fari að leggja stund á frærækt
sem eina grein framleiðslu sinnar. Þó fullyrði ég hins vegar, að við
ættum að rækta meira af grasfræi okkar en við höfum gert til þessa.
Bændur, sandgræðslan er þjónusta við ykkur. Starfið er viðfangs-
mikið, tökum því höndum saman og græðum upp landið okkar með
skipulagðri og takmarkaðri beit, með algjörðri friðun, með sáningu
sandjurta og verndun þeirra.
Nokkur orð um meðferð hesta
Ejtir Oskar Kristjánsson, Iíóli í Dalasýsln
Margt er skrifað um kynbælur hesta, hyggingu, þol o. fl., en minna
um fyrstu meðferð á trippinu, tamninguna. Ég man þó eftir ýtarlegri
grein í gömlu Búnaðarriti eftir Finn á Kjörseyri, sem hvatti mig til