Búfræðingurinn - 01.01.1947, Qupperneq 162
160
BÚFRÆÐINGURINN
umhugsunar um það að reyna að skilja hestinn. í Hestum eftir Theódór
Arnbjarnarson eru einnig margar góðar leiðbeiningar um það efni.
Síðast þegar við Theódór áttum tal saman, sagði hann, að tamningin
væri fólgin í því að hindra hestinn í að fara á þeim gangi, sem honum
væri ekki eiginlegur.
Góðir hestamenn ættu að gefa þeim, sem óreyndari eru, leiðbein-
ingar um tamningu hesta. Hér skal lítið eitt lagt til málanna.
Farið svo mildilega að trippunum í fyrsta sinn, er þið bandið þau,
að þau finni, að þau komi undir vinahendur.
Látið keðjuna á beizlinu vera lina fyrst í stað eða hafið hringamél.
Þá verða viðbrigðin minni, trippin fá síður munnsæri, og hrekkir koma
síður fram.
Látið þau aldrei fá ástæðu til að neita að fylgja ykkur, þegar þau
eru teymd, svo að þau verði ekki körg.
Reynið ekki strax að taka úr þeim gang eða fara með þau í ófærur.
Reynslan hefur kennt mér, að hagaganga hrossa reynist mjög mis-
jafnlega, þótt dýr sé og kosti 90—100 kr. á hross yfir vetrarmánuðina.
Veturinn 1944 var ég lítt birgur að heyjum, en vildi ekki koma hross-
unum fyrir í hagagöngu. Tók ég þau, 16 að tölu, um hátíðir. Vinnu-
hestunum 7 gaf ég sæmilegt hey, en hinum 9 1—2 kg af rnoði á dag
og 300 g af síldarmjöli, hverju hrossi. Þetta gaf ég á kvöldin, en lét
hrossin út gjafarlaus á morgnana. Á miðþorra tók fyrir jörð að mestu.
Bætti ég þá við hrossin 100 g af síldarmjöli og 1 kg af heyrekjum, en
mokaði holur ofan í gaddinn, svo að þau ættu auðveldara með að
krafsa. Um vorið voru hrossin í sæmilegum holdum. Eg eyddi í hrossin
50 kg af síldarmjöli og lillu einu af maís.
Ég tel, að bændur ættu að hýsa hesta sína yfir veturinn, meðal ann-
ars af eftirfarandi ástæðum:
1. Þeir verða duglegri til vinnu.
2. Það er mannúðlegra og styttir þeirn skammdegisstundirnar.
3. Meiri áburður safnast.