Búfræðingurinn - 01.01.1947, Side 164
162
BÚFRÆÐINGURINN
arskólarnir hafa því útskrifað um það bil 1 nemanda fyrir hverja 100
bændur.
I Svíþjóð útskrifuðust 1945 2296 nemendur af búnaðarskólum. Þar
í landi eru um 300.000 bændur. Hefur því útskrifazt 1 búfræðingur
fyrir hverja 130 bændur.
í Noregi eru 45 búnaðarskólar (þar með taldir smábændaskólar),
sem útskrifuðu 1940 um 1400 búfræðinga. I Noregi er tala bænda um
200.000. Hefur því útskrifazt 1 búfræðingur fyrir hverja 140 bændur.
A Islandi eru tveir búnaðarskólar. Þeir hafa verið um það bil full-
skipaðir síðustu árin og geta þá útskrifað um 50 nemendur eða 1 fyrir
hverja 120 bændur. Ef búnaðarskólarnir hér á landi væru eins árs
skólar, eins og þeir eru í Danmörku, að miklu leyti í Svíþjóð og að
nokkru leyti í Noregi, gætum við útskrifað árlega um 100 nemendur
eða 1 fyrir hverja 60 bændur.
Þess skal getið í sambandi við birta tölu bænda í nágrannalöndun-
um, að sleppt er úr minnstu bújörðunum.
Líklegt má telja, að áður en langt um liður, verði bændaskólunum
hér á landi breytt þannig, að bóklega námið standi yfir aðeins 1 vetur,
en krafizt verði meiri kunnáttu við inntöku í skólana en nú er.
Af því, sem nú hefur verið sagt, virðist augljóst, að okkur vantar
ekki fleiri búnaðarskóla, sem stendur, enda eru Ilvanneyrar- og Hóla-
skóli hvorugur fullskipaður í vetur.
G. I.
Ömar vorsins
Sonur íslands, upp að vinna,
enn er margt, sem þar/ að sinna.
Jörðin kallar krajta þinna,
komið er vor í dalinn heim,
söngfuglarnir syngja um geitn.
Arvakur þú átt að sinna,
öllu því, er hrœrast kann,
en eJclci að loja letingjann.