Búfræðingurinn - 01.01.1947, Page 165
BÚFRÆÐINGURINN
163
/ staðinn hlýtur ást og yndi,
eygir mark á hœsta tindi.
Bóndastöðu skaltu í skyndi
skapa þér og reisa bá,
hájleyg reynist hugsun sú.
Byggðu úr koti bújörð góða,
breyttu hreysi í töfrahöll,
þá fögur brosir framtíð öll.
Alltaf sértu í lundu léttur,
með leik í spori, beinn og réttur.
Þótt blási á móti byrinn þéttur,
bili aldrei kjarkur þinn.
Heyrirðu þelta, heigullinn?
Haltu ei að þér höndum, drengur,
hertu þig við störfin þín,
gaman er að gera verkin mín.
Þannig heyri eg ótal óma
í eyrum mér á vorin hljóma.
Þá dalurinn er í dýrðarljóma,
dunar allt af fuglasöng,
ekki biðin er þá löng.
Áhrif þessi ávallt geymi,
unz ajtur kemur vor á ný,
sem kaUar burt hin köldu vetrarský.
J. K.
Verkalaun
Laun við landbúnaðarvinnu eru að sönnu víðast miklu lægri í ná-
grannalöndum okkar en hér, en ])ó liafa þau hækkað mikið hin síðari
ár.
1 Noregi var árskaup karla við landhúnaðarstörf árið 1945—1946
kr. 1580.00 að meðaltali, en árið 1938—1939 kr. 576,00, hækkunin
um 2,7-föId.