Búfræðingurinn - 01.01.1947, Qupperneq 170
168
BÚFRÆÐINGURINN
Grímur Gíslasou, Saurbœ Vatnsdal í A.-Húnavatnssýslu, skrifar:
„Nú stendur til, að við húnvetnsku bændurnir förum að framleiða
mjólk í stærri mælikvarða en verið hefur. Ég minnist ekki, að nokkurt
nýmæli hafi átt slíkum vinsældum að fagna hjá okkur sem mjólkur-
stöðin á Blönduósi. Ríkir inikill áhugi á fjölgun kúnna og sömuleiðis
á bættri meðferð þeirra. Ég vil drepa á nýja gerð fjárhúsa, sem byggð
hafa verið hér í sveitinni. Húsin eru steypt með járnþaki, eitt eða fleiri
í röð, sperrureist með steyptum garða. Með þessu móti sparast allar
stoðir, bæði í garða og við veggi, einnig mæniásar og vegglægjur. Þá
er dyraumbúnaður hafður þannig, að hægt er að láta hestvagn fara
aftur á bak inn krærnar. Þar með er úr sögunni hið illræmda verk „að
bera til dyra“.“
Ingólfur Sigfússon, Brekku í Mjóajirði í S.-Múlasýslu, skrifar:
„Smíðakennsla bænda- og héraðsskólanna getur stundum borið ár-
angur, einnig hjá þeim óhandlögnu. Skal ég segja þér lítið dæmi um
það frá síðasta vetri. Þegar tók fyrir útivinnu um haustið, byrjuðum
við „húsgagnasmíði“ tveir saman, Hvanneyringur og Laugvetningur.
Gerðum við alls 25 stykki, borð, stóla, rúmstæði og klæðaskápa. Við
smíðuðum einkum úr krossvið, allt sem einfaldast að formi og fremur
gróft áferðar, enda hvorugur lagvirkur. En eins og „Halldóru-togleist-
ar“ þykja sóma sér vel, þegar svo ber undir, þannig virðast hinir
grófgerðu smíðisgripir okkar falla við umhverfi sitt, þokkaleg húsa-
kynni fólks, sem daglega gengur til starfa í fjósi og hlöðum, á túni og
í görðum.“
Friðrik Jónasson, Helgastöðum, Reykdœlahreppi í S.-Þingeyjarsýslu,
skrifar:
„Mér datt í hug að segja frá ýtuborði, sem við höfum hér. Við höf-
um tvo hesta fyrir því og drögum saman stærðarflekki með því án
þess að raka nokkuð nema dreif, sem er mjög lítil. Borðið er á tveimur
ineiðum. Niður úr því eru járntindar, og rakar það mjög vel.
Hér höfum við haft kindur í óstoppuðum „bra'gga“ í tvo vetur, og
hefur það reynzt vel. Kindurnar hafa verið hraustar, og aldrei hefur
lekið dropi úr þaki, þótt það hafi liélað í mestu frostum.
Við kúadauðanum, sem hér geisar, hefur mér reynzt bezt að gefa
kúnum verulegan hluta af mjólkinni úr sjálfum sér fyrstu málni eftir
burð.“