Búfræðingurinn - 01.01.1947, Page 188
186
BÚFRÆÐINGURINN
eftir kr. 480.00. Hverjar eru árstekjur mannsins eftir því?
4. Maður nokkur fær 3% í rentu af fé sínu. Fengi hann 4%% í rentu, mundi
hann fá 360 kr. meira í rentu. Hver er höfuðstóllinn?
5. Hve mikið fæst af salti úr 125 kg af sjó, sé saltmagn hans 2%% ?
6. Maður kaupir klæði fyrir kr. 4,6 metrann, en hefur fengið 8% afslátt. Hvað
átti metrinn að kosta?
7. Nettóþyngd vöru er 858,5 kg. Tara nemur 15%. Finn brúttóverð hvers kg,
kosti varan 202 kr.
8. Maður nokkur kaupir 8 hlutabréf, sem hvert ldjóðar upp á 250 kr. Hann
borgar 12%% umfram nafnverð fyrir hlutahréfin. Hvað greiðir hann fyrir öll
hlutabréfin? Hve margar kr. fær ntaðurinn í rentu eftir 1% ár (engar rentu-
rentur), nemi rentan 7% á ári?
9. Grafa á 160 m langan skurð. Fyrst vinnur einn maður að skurðgreftinum í
5 daga og grefur 40 m. Hve marga menn þarf til þess að ljúka við skurðinn
á 3 dögum?
10. A, B, C og D tóku að sér verk nokkurt í ákvæðisvinnu (akkorðs) og fengu
30600,00 kr. fyrir vinnuna. A stjórnar starfinu og fær fyrir það % meira í
kaup en hver hinna. Eftir 5 vikur hættir D, en þá er % vinnunnar lokið og
sá hluti gerður upp.
a. Ilve mikið kaup fær hver þessara manna við þetta uppgjör? A, B og C
fá sér nú 2 menn til hjálpar og gjalda hvorum 52,50 kr. í dagkaup. Jafn-
framt þessu breyta þeir svo samningum sín á milli, að nú fær A 25 kr. í
aukaþóknun daglega fyrir verkstjórn í stað % hluta kaups áður.
b. Hve lengi var verið að Ijúka verkinu?
c. Hve mikið fengu A, B og C hver við seinna uppgjörið?
Stœrðfrœðipróf eldri deildar.
1. Ummál fernings er 12 m. Finn flatarmál hans.
2. Matjurtagarður er 10465,29 m2 að flatarmáli. Ilvað þarf langa girðingu um
garðinn, sé hann ferningslaga?
3. Hvert er flatarmál jafnarma þríhyrnings, þegar armarnir eru 5 m, en þriðja
hliðin 8 m?
4. Einstefnuhliðar (samsíða hliðar) trapisúlaga jarðskika eru 102 og 48 m að
lengd með 25 m fjarlægð. Fyrir blettinn eru greiddar 7500 kr. Ilvað kostar
þá eftir því þríhyrndur blettur, ef ein hlið hans er 80 m að lengd og hæð
hennar er 70 m?
5. Flatarmál rétthyrnds ferhyrnings er 300 m2. Breidd hans nemur % hlutum
lengdar. Finn breidd og lengd ferhyrningsins.
6. Hve stór er geisli (radius) hrings, sem er umritaður af jafnhliða þríhyrningi,
þegar hver hlið þríhyrningsins er 7,5 cm löng?
7. Lárétt göng eru 1,26 m að breidd, 1,59 m há þar, sem þau eru hæst. Lengd
þeirra er 18 m. Veggir ganganna eru lóðréttir að undanskildum efri hlutan-
um, sem er sem hálfhringur. Finn rúmmál ganganna.
8. Yfirborð ljósakúlu er 13,86 dm2. Ilvert er þvcrmál hennar?