Búfræðingurinn - 01.01.1947, Page 189
BÚFRÆÐINGURINN
187
9. Rúmmál topplaga tjalds er 2,4255 m* 3 4 5 6. Hæð þess er 2,1 m. Finn þvermál þess.
10. Eg er 8 árum eldri en bróðir minn. Væri ég 2 sinnum eldri en ég er og 7
ára að auki, væri ég 3 sinnum eldri en liann. Hve gamlir erum við?
Prófverkefni 1946.
fíújjárjrœSi: 1. Ilvað hefur áhrií á fóðurgildi súrheys? 2. Lýsið vel byggðri
ntjólkurkú.
Jarðrœktarjrœði: Ræktun korns.
Arjgengisfrceði: 1. Tilviljunarlögmálið. Útskýrið þýðingu þess í sambandi við
arfgengið. 2. Skyldleikarækt.
Mjólkurjrœði: Ilvernig berast gerlar í mjólk, og hvernig er hægt að hindra það?
íslenzkaÚtþrá.
Búnaðarsaga: 1. Einokunarverzlunin. 2. Hvanneyrarskólinn.
Húnaðarhagfrœði: 1. Fjármunir, þýðing þeirra fyrir framleiðsluna. 2. Val bú-
jarðar.
Búnaðarlandafrœði: 1. Landbúnaður Stóra Bretlands. 2. Veðrátta á íslandi og
áhtif hennar á landbúnað okkar.
Dönskupróf.
Bóndi átti kýr, hross og sauðfé á beit í fjallshlíðinni fyrir ofan bæinn. Svínin
voru inni og hænsnin líka. Stóðhesturinn var inni í hesthúsinu, af því að hann
mátti ekki vera á beit með hinurn hrossunum. Bolinn var bundinn inni í fjósi,
því bann mátti ekki ganga með kúnum. Veturinn er liðinn, og vorið er að koma.
A sumrin er beitara í veðri en á baustin. Mér finnst slátturinn vera skemmtileg-
asti tími ársins. Á morgnana fer ég á fætur klukkan átta og bátta á kvöldin
klukkan tólf.
Stœrðfrœðipróf yngri deildar.
1. 18.5 km. 43.2 dam. 163 cm. -4- 72 dm. ~ 180 bm.
2. (2y2 + 5%) • 2%
(1V* H- %) : %7
3. Bóndi á fóður fyrir 28 kýr í 225 daga. Hve lengi endist fóðrið, ef hann
kaupir 8 kýr til viðbótar?
4. Maður kaupir á uppboði húsgögn fyrir 2455 kr. Ilvað á hann að borga, þegar
4% sölulaun bætast við?
5. Hve miklir vextir fást af 2545 kr. frá 24. ntarz til 5. sept. s. á., ef ársvextir
eru 4%%?
6. Kaupmaður kaupir 150 kg. af kaffi á 150 kr. liver 100 kg. Við brennslu og
mölun léttist kaffið uin 20%. Kaffið selur hann allt í smásölu, og rýrnar það
þá um 2%. 14 hluta af kaffinu selur hann á 3 kr. kílóið, en hitt á 2.50 kr.
hvert kíló. Hve mörg prósent græðir hann á kaffikaupunum?