Búfræðingurinn - 01.01.1948, Síða 79
BÚFRÆÐINGURINN
77
þessir eru smíðaðir bæði af Bjarna og öðrum. Bjarni fékkst
mjög við rafvirkjun og smíðaði „túrbínur" margar. Skaftfell-
ingar eiga honum eflaust mikið að þakka, bæði fyrir smíðar
lians og áhrif þau, er hann hafði. Miklu meira er um rafvirkjun
einstakra heimila í Skaftafellssýslu, en víðast eða alls staðar ann-
ars staðar í sveitum landsins. Hér var enn setzt að kaffidrykkju
og hafði Búnaðarfélag Landbrots og fleiri búnaðarfélög efnt
til hennar. Formaður búnaðarfélags sveitarinnar, Þórarinn
Helgason, talaði um búnaðarfélagsskap og búnaðarmál undir
borðum. Valdimar Runólfsson skólastjóri sagði nokkur orð um
störf og markmið skólans. Hér töluðu þeir Skagfirðingarnir
Gísli Magnússon bóndi í Eyhildarholti og Stefán Vagnsson,- —
Gísli ræddi um gagn það, er verða má að smíðaskólanum, og
nauðsyn þess að slíkar stofnanir væru víðar í sveitum. Þá gat
liann og um framkvæmdir í Skaftafellssýslu, og myndarbrag
þann, er við höfðum séð þar á mannvirkjum ýmsum. Ræða
Stefáns var skáldleg, fjörug og fyndin. Hann drap á margt og
kom víða við á skömmum tíma. Líf og fjör færðist yfir hópinn
á meðan skáldið talaði.
Dvölin varð nokkuð löng á Hólmi. Það var tekið fast að
kvelda er við kvöddum þá Hólmverjana og sveitunga þeirra.
Ókum við nú aftur heim að Kirkjubæjarklaustri og gistum jjar
næstu nótt.
Daginn eftir var risið árla úr rekkju, skyldi snemma lagt af
stað, enda var löng leið fyrir höndum, því að til Reykjavíkur
átti að ná um kvöldið. Þökkuðum við Gísla presti, bændunum
í Kirkjubæjarklaustri og öðrum þeim, er veitt höfðu okkur
ágætar móttökur austur þar. Bjuggust menn nú skjótt, og var
síðan ekið af stað. Við komum í Vík og snæddum þar morgun-
verð, en ekki varð þar löng töf. Var nú hvergi staðar numið
fyrr en við Skógafoss. Fossinn er fríður, þó að ekki sé vatns-
magn hans mikið. Hann fellur óbrotinn af háum kletti, niður
í skál þá, er hann hefur grafið í slétta grund. Er þar auðvelt að
að ganga. Ekki naut fossinn sín eins og skyldi, því að enn var
rigning og þungbúið loft. Áttum við þarna skamma dvöl og var
nú ferðinni lnaðað sem mest mátti. Mátti svo heita, að ekið
væri viðstöðulaust þvert yfir Rangár- og Árnesþing. Vegir voru