Búfræðingurinn - 01.01.1951, Page 49

Búfræðingurinn - 01.01.1951, Page 49
BÚFRÆÐINGURINN 47 .geta íslenzkir bændur margt af henni lært enn í dag. Hallgrímur segir þar meðal annars: „Orsökin til þess, að íslenzka sauðféS hefur ekkert ræktunarbragð, er sú, að fjárræktin hér á landi hefur verið ráðlaus. Menn hafa aldrei vitað réttilega, hvað þeir vildu í þessu efni. Sé þetta ekki satt, þá má fullyrða, að brostið hafi þekkingu og getu til að ná markinu.“ Hins vegar getur Hallgrímur þess, að einstaka bónda hafi tekizt að rækta fé sitt með ákveðnu kynbragði, sem hafi þó aldrei náð neinni útbreiðslu. Hann segir ennfremur um íslenzka féð í áður- nefndri grein: „Sumir telja, að hér á landi séu þrjú fjárkyn: fjallakyn, dalakyn og fjarðakyn, sitt með hverjum einkennum, sköpulagi og ull- arfari. En í raun og veru eru slík kynskipti ekki til hér á landi, þ. e. a. S- með glöggum aðgreiningseinkennum. Og víst á enginn bóndi hjörð með glöggu kynbragði, heldur eru einstaklingar hennar innbyrðis ólíkir, nærri að segja sinn með hverju útliti og afurðaeiginleikum.“ 3. Jón H. Þorbergsson skrifar í 28. árg. Búnaðarritsins 1914 grein, sem hann nefnir Sauðjjárrœkt sunnanlands. Hann segir þar um væn- kika og kynferði fjárins: „Féð er auðvitað misjafnt á þessu svæði eins °g annars staðar um landið. Flest er af vænu fé í Árnessýslu, en þó misjafnlega vænt þar eins og annars staðar á svæðinu. í sumum sveit- um er féð vænna en í öðrum, og á sumum bæjum í sveitunum er það vænna en á öðrum, og svo eru kindurnar misvænar á hverjum bæ. Vænleiki fjárins fer eftir: hversu sumarhaginn er góður, hversu vel er fóðrað og hversu féð er gott að eðlisfari. Kynferði fjárins er óákveð- ]ð og blandað ýmsum afbrigðum. Féð er bæði hyrnt, kollótt, hvítt, gult (vellótt), bláleitt og svo dökkleitt og mislitt. Bláleita féð er einkum austantil á svæðinu. Það er oft dröfnótt. Eins og sjá má mismun á lit íjárins, má og finna mikinn mun á eðlisfari og vaxtarlagi þess.“ I 38. árg. Búnaðarritsins er einnig ritgerð eftir Jón H. Þorbergsson, er hann nefnir Sauðf járrœkt. Þar segir hann meðal annars frá kynnum sinum af sauðfjárrækt hér á landi af 10 ára leiðbeiningastarfi í þágu sauðfjárræktarinnar og ferðum í sambandi við það um nær allar sveitir landsins. Á einum stað í ritgerð þessari kemst Jón H. Þorbergs- s°n þannig að orði: „Eins og kunnugt er, þá er allur fjöldi fjárins uieð vöntun á þeim kostum, sem það þarf að hafa. í vaxtarlagi lýsir það sér á þann hátt, að það vantar útskot, malirnar eru of mjóar og S1gnar, bakið ekki nógu breitt, brjóstholið of þröngt og þarafleiðandi °f útlögulítið um herðar og bringu, skinnið of rúmlítið og ullin of
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Búfræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búfræðingurinn
https://timarit.is/publication/696

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.