Búfræðingurinn - 01.01.1951, Page 50
48
BÚFRÆÐINGURINN
þellítil og oft blönduð illhærum. í eðlisfari lýsir það sér með því móti,
að afurðamagn þess og kynfesta er of lítil.“
4. Páll Zóphóníasson segir í grein um sauðfjárrækt í Búnaðarritinu,
50. árg. 1936, frá máli á 2000 ám, sem hann lét vega og mæla víðs
vegar um landið. Hann kemst þannig að orði um þetta atriði: „Þyngst-
ar ær vega um 80 kg, en léttastar um 32 kg. Spjaldhryggurinn er frá
15—21 cm á breidd o. s. frv. Mismunurinn er sem sagt óhemju mikill.
Mikill meiri hluti af fénu er hyrndur, mest er kollótt á Vestfjörðum. All-
ir litir, sem þekktir eru í öðrum fjárkynjum, eru til í okkar fé. A norð-
urhorni Vestfjarða og í Skaftafellssýslum sjást enn gleggst merki gamla
fjárins norska, sem landnámsmenn fluttu til landsins. Annars staðar
er það meira og minna blandað vegna viðleitni manna til að bæta féð
og breyta byggingarlagi þess. Áhrifa frá innfluttu fé og öðrum fjár-
kynjum kann og að gæta hér, en þau eru orðin blönduð og sameinuð
kostum og göllum okkar fjár, og hvergi sjást nú greinileg merki af
neinu erlendu innfluttu kyni.“
í Tímanum, 4. ágúst 1937, ritar dr. Halldór Pálsson grein, sem
hann nefnir: „íslenzkt dilkalcjöt og enski markaðurinn“. Hann ræðir
þar nokkuð kosti og galla íslenzka sauðfjárins með tilliti til þess,
hvernig dilkakj ötið fullnægi kröfum enska markaðsins. Dr. Halldór
Pálsson segir orðrétt um þetta efni: „Það (íslenzka kjötið) þolir ekki
samanburð við annað dilkakjöt, sem flutt er á enska markaðinn, hvorki
að gæðum yfirleitt eða flokk fyrir flokk.
Helztu kostir íslenzka kjötsins eru þessir: 1. Að allmikið af kropp-
unum eru litlir, vega undir 15 kg. 2. Kjötið er talið sérlega bragðgott.
Það hefur líka ýmsa galla. Sumpart eru þeir fjárkyninu og meðferð
fjárins að kenna, en sumpart vegna miður góðrar meðferðar á kjötinu
við slátrun, frystingu, geymslu og flutning.
Gallarnir, sem eru fénu og meðferð þess að kenna, eru þessir:
Kropparnir eru allt of beinaberir og útlimalangir, þeir eru allt of
vöðvarýrir, einkum á lærum og baki. Síðast, en ekki sízt, er kjötið
yfirleitt of magurt, einkum vantar, að verðmætustu hlutar kroppsins,
spjaldhryggur og læri, séu vel þakin fitu. Bringa og síður eru oft feit-
ari en þörf gerist og nýrmörinn of mikill. Þetta eru allt einkenni á
„prímitivu“ fé, sem ekki hefur verið ræktað með tilliti til holdafars.
En það er nokkur ástæða til þess, að svona sé ástatt, ef litið er til baka
nokkra áratugi. íslenzka féð var öldum saman ræktað fyrst og fremst