Búfræðingurinn - 01.01.1951, Page 103

Búfræðingurinn - 01.01.1951, Page 103
BÚFRÆÐINGURINN 101 ins um helming eða meira. Er talið, að áhrif nefndra innrennsliskirtla valdi þar miklu um. Sjúkdómseinkenni eru mjög misjöfn eftir því, á hve háu stigi sjúk- dómurinn er. í byrjun ber oftast á meltingartruflunum, lystarleysi og sleni. Þessu fylgir oft löngun til að sleikja ýmislegt óætt, svo sem milli- gerðir, veggi og annað, sem gripirnir geta náð til. Þá kemur að því, að sjúklingurinn vill liggja mikið og á jafnvel erfitt með að standa upp. Einnig ber á helti og stirðleika í útlimum. Sé sjúkdómurinn á háu stigi, megrast sjúklingurinn og verður hætt við beinbrotum. Krampar fylgja stundum. (Krampar koma einnig í ljós með beinkröm — rach- itis —, sem er ungdýrasjúkdómur). Lækning: Vegna þess að kalk (ca) og fosfórsýra byggja upp hina hörðu hluta beinanna og gefa þeim eðlilegan styrkleik, verður að vera fyrir því séð, að líkaminn fái nóg af þessum efnum og að þau séu í hæfilegum hlutföllum í fóðrinu, svo og nóg af d-fjörvi, en það örvar kalkforða líkamans. Það, sem fyrst og fremst kemur til greina til þess að fyrirbyggja, að sjúkdómur þessi komi í ljós, er þorskalýsi eða annað gott lýsi. Þá má nefna beinamjöl, — hryggja- og þorskhausa- mjöl —, og fóðursalt ýmiss konar. Séu sjúkdómseinkenni komin í ljós, er bezt að sprauta kúna með uppleystu kalki, annað hvort undir húð- ina eða í æð. Er þá aðallega notað calcium-gluconat. Þegar kýrin hef- ur fengið hæfilegan skammt af kalkupplausn, er rétt að gefa henni 2 nratsk. af lýsi daglega og halda því áfram um nokkurt skeið. Saman við lýsið er gott að láta kalkdropa (01. calciferoli fort. = ,,Ultranol“), 30—40 gr, í þriggja pela flösku. Einnig má gefa mjólkursúrt kalk (calc. lactas) eða fóðurkrít í smáum skömmtum. Fleiri lyf geta komið 01 greina, þó að þau verði ekki nefnd hér. Að sjálfsögðu eru lyf þessi ekki gefin öll samtímis, heldur verður að leitast við að finna það, sem við á í hvert sinn. 10. Óþrif (Iýs — flasa). Á nautgripum lifa soglýs (Haematopinus erystermus og H. vituli) og naglýs (Trichodectes scalaris). Soglýsnar eru stærri. Aðallega ber á óþrifum á illa hirtum og mögrum gripum, svo og ungviði. Séu grip- irnir mjög lúsugir, háir það þeim allverulega. Nag og bit lúsanna veld- ur miklum kláða. Gripirnir nugga sér við jötur og milligerðir og sleikja sig. Myndast stundum hárlausir blettir af þessum orsökum. L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Búfræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búfræðingurinn
https://timarit.is/publication/696

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.