Saga - 1960, Qupperneq 11
í MINNING HANS
3
léti það ógert. Benedikt gerði þá hörðu kröfu í rammri
alvöru.
Krafan var of hörð þeim, sem verða skyldi þingeyskur
einyrki og með arftekna starfsskyldu fyrir sveitarfélag.
Það var e. t. v. ekki hroki, heldur misskilningur að trúa,
að bóndi með slíkan verkahring gæti enn orðið fram-
herji í andlegu lífi þjóðar og jafnvel í vísindum. í slíkri
tilraun gat enginn náð alla leið að marki framar. Öld
verkaskiptingar var hafin, nú hafði hún knúið Þorkel
á Fjalli brott, og þeim manni stýrði hvorki vanmáttar-
kennd né heldrimannahroki, aðeins köllun og þjóðarþörf.
Það vita menn, að ákafi hans til þekkingar kom ekki
af neinu jafnvægisleysi fremur en hjá gáfuðum föður
hans, né af minnstu þörf til að elta hamingjuna á rönd-
um. Frá æsku einkenndi Þorkel þetta, sem dr. Jón Jó-
hannesson, starfsbróðir hans, mælti um hann sextugan:
,,1 kringum hann ríkir ró hins menntaða manns, sem hefur
komizt í jafnvægi við umhverfi sitt og haggast ekki,
hvað sem á dynur“. Jafnvægið var að engu leyti áunnið
með því að „ganga menntaveg“ og fjarlægjast með grúski
sínu vandamál stríðandi þjóðar. Enda fjarlægðist hann
þau sjaldan.
Það, hve jafnan var fljótgert að höfða til þegnskyldu-
vitundar Þorkels og fá hann, með eða móti ósk hans,
til að starfa í félags- og menningarátökum, stundum í
pólitík, stundum þvers gegnum pólitískar herlínur, eins
og þær væru ekki til, spratt af meðvitund þess, sem ólst
upp til forsjár í þröngum byggðum og til íþróttar að
stýra um boða og sker í smádeilum þar. Honum fórst og
engu verr að stýra búi háskólans en búi föður síns áður.
Enda fór svo, að allnáið samhengi varð, þótt hér sé
eigi rakið, í hinum breytilegu formennsku- og skólastjórn-
arstörfum Þorkels frá gagnfræðingsárum til rektorsár-
anna síðustu sex. Lengstu kafla ævinnar voru slík hlut-
verk hindrun þess, að fræðimaðurinn gæti sökkt sér í