Saga - 1960, Page 12
4
ÞORKELL JÓHANNESSON PRÓFESSOR
grundvallarrannsóknir, sem hann þráði, og skilað full-
unnum vísindum. Víðtæk efniskönnun um áratugi og
yfirsýn, sem drjúgum sót;ti þrótt í 20. aldar vitund svo
fjölreynds þegns sem dr. Þorkell var, hefði gert honum
fært að semja í elli dýrmæt rit í sögu. — Hann hvarf,
áður en elli segði til sín eða þegnskyldum fækkaði.
Víst er dagsverk Þorkels í prófessorsstarfi og öðrum
íslenzkum fræðum orðið stærra en gerist, þótt skörung-
ar einir séu teknir til samanburðar við hann. Engu skal
kvíða um, að lengi verði ófyllt skarð; hitt er satt, að
það er í rannsóknum í sögu, sem mest skortir á, að mikil-
úðgir draumar þrítugs stúdents frá Fjalli hafi ennþá
rætzt.
En ef nefna skal, hvað helzt rændi Þorkel ró um næst-
liðin ár, þá var það sá eiginleiki vitmannsins, sem Háva-
mál segja frá: sá sem skilur til fulls hættur samtíma
síns, verður ekki glaður, — „æva til 3notur sé“. — Ný
þekking okkar mannsaldurs orkaði þó meira sem eggjun
en uggur í skapi hans. Hún eggjaði á markvissa vinnu.
Undirbúningur að efldu námi verklegra vísinda og
rannsóknarstofum háskóians í náttúruvísindum og vænt-
anlega búvísindum greip hug Þorkels æ fastari tökum,
er rektorsárum fjölgaði. Hagskilningur hans tengdist þar
nýjum vonum þjóðar. Uggur hans við hættur, ef nýrri
þekkingu er ekki tafarlítið gaumur gefinn, rak eftir.
Af sömu rökum þótti honum ekki mega fresta lengur
að kippa bókasafnsmálum háskólans á breiðari og fram-
tíðarhæfari grundvöll en er.
Til undirbúnings háskólaafmæli 1961 og fleiri stórræð-
um skólans næstu ár fór Þorkell víða meðal háskólanna
á Norðurlöndum í sumar og fyrr á sumri meðal mennta-
stofnana í Ameríku. 1 haust var hugurinn þrunginn vitn-
eskjunni um mörg þau grettistök sem aðkallandi virðist
að lyfta hér í einhverri líking við það, sem hinir féminnstu
háskólar erlendis hafa nú gert og telja sína þjóðarheill