Saga - 1960, Blaðsíða 14
6
ÞORKELL JÓHANNESSON PRÓFESSOR
hirðar hennar á Islandi á 3. tug þessarar aldar; við verð-
um að byrja á því að gera úttekt á eignum hennar, þótt
það sé mér og þessu tímariti ofviða; ég get ekki skilað
neinni viðhlítandi matsgerð, enda er hún jafnan margra
manna verk.
Eins og aðrir vísindamenn naut Þorkell verka þeirra
manna, sem á undan voru gengnir. Jón Sigurðsson lagði
grunn að nútímasagnfræði á íslandi með því að hefja
útgáfu sögulegra heimilda: Islenzks fornbréfasafns, Safns
til sögu Islands og íslenzkra bókmennta og vísindalega
útgáfu íslenzkra fornrita, m. a. Landnámu. Útgáfustarf
Jóns Sigurðssonar er íslenzkri sagnfræði ómetanlegt, en
því miður komst hann ekki til þess að skrifa neitt heild-
arverk um íslenzka sögu, þótt hann þekkti hana öllum
mönnum betur og væri manna hæfastur til þess að rekja
íslenzk örlög bæði sökum lærdóms og innsæis í forna
og nýja atburði. Mjög athyglisverð eru hin alkunnu um-
mæli hans í bréfi til Páls Melsteðs 1. október 1844: „Ég
held, að saga íslands gæfi ekki lítið verdenshistorisk Ud-
bytte, ef hún tækist vel, ekki vegna þess, að tilburðirnir
séu svo stórkostlegir, miklu fremur eru þeir mikrokosm-
iskir og jafnvel mikroskopiskir, en þeir verða raktir miklu
betur inn í innstu taugar margvíða heldur en menn geta
annars staðar“. Jón bendir íslenzkum sagnfræðingum vítt
um veröld, jafnframt því sem hann hvetur þá til þess
að sjá hið stórbrotna kristallast í hinu smávaxna. Snorri
gerði sér ljóst, þegar hann samdi sögu Noregs, að hann
var að skrifa þátt úr veraldarsögu, og bókin nefnist
Heimskringla. Jón Sigurðsson sá, að íslandssagan átti
sér alþjóðlegt gildi, væri hún sögð á réttan hátt, en bók
hans varð ekki til.
Að Jóni Sigurðssyni látnum vinnur dr. Jón Þorkelsson
mest og bezt starf við útgáfu íslenzkra sagnfræðilegra
heimilda. Þessi afburðamaður lýsir bezt ævistarfi sínu
í Forspjallsorðum að Vísnakveri Fornólfs: