Saga - 1960, Page 15
1 MINNING HANS
7
Mér stendur og fyrir orðasnilld
og eykur smíðar grand,
að jeg hef morrað mest við það
að marka og draga á land,
og koma því undan kólgu, svo
það kefði ekki alt í sand.
Þó ætti eg að vinna úr einu því,
sem undan flóði eg dró,
jeg þyrfti aðra æfi til,
og yrði þó ei nóg.
Jeg er seinn að saga það,
og sögin er heldur sljó.
Dr. Jón gaf út 10 bindi af íslenzku fombréfasafni auk
margs annars, og á Þjóðskjalasafni skildi hann eftir
sig mikla pakka af afrituðum og röðuðum bréfum, sem
síðari útgefendur safnsins hafa birt. Enn er til frá
hendi Jóns Þorkelssonar fullbúið efni í tvö til þrjú bindi
af fornbréfasafni, en það hefur ekki verið aflað fjár
til útgáfunnar; í öllum umsvifum íslenzks samfélags á
síðustu árum hefur útgáfu íslenzkra heimildarrita rekið
á sker féleysis.
Jóni Þorkelssyni er ljóst, að hann vinnur einungis að
aðdráttum; hann safnar efni til fslandssögunnar, kannar
það og gæðametur, en hann hefur ekki tíma til sjálfra
smíðanna; efnið bíður að miklu leyti enn byggingameist-
aranna.
Jón Jónsson Aðils var fyrsti sögukennarinn við Há-
skóla íslands og fyrsti maður, sem semur vísindaleg sagn-
fræðirit hér á landi á 20. öld. Aðalstarf hans var ekki
útgáfa heimilda, heldur ritun bóka og greina um íslenzka
sögu; helztu verk hans eru alþekkt: Skúli landfógeti 1911,
Oddur Sigurðsson 1902, Gullöld íslendinga 1906, íslands-
saga 1915 og Einokunarverzlun Dana á íslandi 1919 auk