Saga - 1960, Side 18
10
ÞORKELL JÓHANNESSON PRÓFESSOR
anna, hvort sem þeim fellur það betur eða verr. Ekki ætla
ég að telja til skyldleika með þeim Karli og Þorkatli, en
þó skipar Þorkell þann sess í íslenzkri sagnfræði, að
eftir hans daga er ekki hægt að fjalla um Islandssöguna
án þess að rekja þróun efnahags- og atvinnumála.
Með Þorkatli Jóhannessyni verða þáttaskil í íslenzkri
sagnfræði, eins og Steingrímur J. Þorsteinsson bendir
réttilega á í grein í Alþýðublaðinu 5. 11. 1960, og þess-
um þáttaskilum veldur hann með rannsóknum sínum á
atvinnu- og hagsögu þjóðarinnar. I Lýsingu Islands hafði
Þorvaldur Thoroddsen rakið að nokkru sögu landbún-
aðar á Islandi og dregið saman mikinn fróðleik, en hon-
um auðnaðist ekki að rita heilsteypta íslenzka atvinnu-
sögu eða rekja hagsögu þjóðarinnar að fornu og nýju.
Hann ætlaði sér að semja sögu íslenzkra fiskveiða, en
féll frá því starfi, svo að atvinnusaga hans varð aldrei
fullgerð. Síðasta hefti íslandslýsingarinnar kemur út
1922, en fyrstu ritgerðir Þorkels um íslenzka hagsögu
birtast 1928: Um atvinnu- og fjárhagi á íslandi á 14.
og 15. öld. Vaka II. ár. Plágan mikla 1402—1404. Skírnir
1928. Árið eftir semur hann: Sögulegt yfirlit um land-
eign, ábúð og leigukjör á Islandi frá upphafi og fram
til þess, er sett voru ábúðarlög þau, er nú gilda, 12. janúar
1884; prentað í greinargerð fyrir frumvarpi til ábúðar-
laga, er flutt var af milliþinganefnd í landbúnaðarmál-
um á alþingi 1928. Þetta eru fyrstu rækilegu ritgerð-
irnar, sem birtust á 20. öld um hagsögu þjóðarinnar, en
sama ár kom út í tímaritinu Vöku ýtarleg ritgerð: „Úr
byggðarsögu íslands“ eftir Ólaf Lárusson. Þar er rakin
að nokkru hagþróun byggðarinnar á Islandi fyrstu ald-
irnar, en þessar ritgerðir sýna, að menn eru um þessar
mundir farnir að gefa hér hagsögunni meiri gaum en
áður.
Þorkell lauk meistaraprófi 1927, og fer þá til Norður-
landa til þess að kynna sér stofnanir, sem unnu þar að
varðveizlu þjóðminja og rannsóknum fornra atvinnu-