Saga - 1960, Page 20
12
ÞORKELL JÓHANNESSON PRÓPESSOR
niðurstöður þeirra rannsókna í bókarformi: örnefni í
Vestmannaeyjum, Rvík 1938. —
Meistaraprófsritgerð Þorkels hét: Höfuðþættir í bún-
aðarsögu og búskaparháttum íslendinga frá elztu tím-
um og fram um siðskipti. Þannig mun meistari hans
hafa orðað verkefnið, en Þorkell gaf henni annan aðal-
titil: Ágrip af hagsögu íslands frá upphafi og fram um
1550. Síðar segir hann sjálfur svo frá, að hann hafi
verið dálítið feiminn við þennan titil, fundizt ritgerðin
standa illa undir nafni hagsögunnar, en hann hafði færzt
meira í fang en lýsa búskaparháttum íslendinga; í rit-
gerðinni rakti hann að nokkru sögu framleiðsluhátta, efna-
hagsskiptingar og almennra kjara á íslandi — fyrstu
drög að íslenzkri hagsögu voru orðin til. Viðfangsefnið
hafði náð svo fös.tum tökum á fræðimanninum, að hann
ákvað að gera því rækilegri skil síðar, ef aðstæður og
aldur leyfðu, „rita samfellda sögu atvinnuveganna með
stoð þeirra heimilda, sem frekast er kostur á“. Hve rann-
sóknir Þorkels voru nýstárlegar sést m. a. á því, að orðið
hagsaga er mér vitanlega óþekkt í rituðu máli íslenzku,
fyrr en það birtist í titli meistaraprófsritgerðarinnar
1927; Þorkell Jóhannesson er fyrsti íslendingurinn, sem
lætur sig dreyma um að rita samfellda hagsögu þjóðar
sinnar; og þetta varð meira en draumur; hann kom verk-
inu alllangt áleiðis.
I ritgerð um Skúla Magnússon og Nýju innréttingarnar
segir Þorkell m. a.: „Að vísu er bæði skemmtilegt og
þarflegt að kunna góð skil á einstökum atriðum slíkrar
sögu (þ. sögu innréttinganna), en um hitt er samt enn
meira vert að geta skoðað hana og skilið í réttu og eðli-
legu samhengi við fortíð og framtíð“. Þorkell vildi skynja
og skýra íslenzka sögu í réttu og eðlilegu samhengi við
fortíð og framtíð; honum var fróðleikurinn ekki keppi-
kefli fróðleiksins vegna, heldur réttur skilningur á rás
atburðanna. Þegar hann kemur fram, er íslenzk sagn-