Saga - 1960, Page 21
1 MINNING HANS
13
fræði á svo frumstæðu stigi, að þessi sjálfsagða viðleitni
hvers sagnfræðings er nýjung á íslandi. Þorkell „hefur
sagnfræðina úr heimildatíningi upp á svið gagnrýninna
vísinda, úr einstaklingasögum til þjóðarsögu", segir Stein-
grímur J. Þorsteinsson réttilega í áður tilvitnaðri grein.
Með rannsóknum sínum á hagsögunni styrkti hann vís-
indalegan grundvöll íslenzkrar þjóðarsögu.
Árið 1933 birtist höfuðrit Þorkels Jóhannessonar: Die
Stellung der freien Arbeiter in Island — eða Hagur frjáls
verkafólks á Islandi fram um siðskipti. Þetta er skýrt
og greinargott yfirlit um þróun atvinnu- og efnahags-
mála frá upphafi landsbyggðar og fram á miðja 16. öld.
Enn í dag er þetta öndvegisrit um íslenzka þjóðarhagi
á miðöldum. Það er doktorsritgerð, skrifuð á þýzku, og
hefur hin erlenda tunga valdið því, að bókin hefur ekki
orðið fróðleiksfúsum almenningi að notum og jafnvel
fræðimenn hafa ekki sinnt henni sem skyldi. Með þessu
riti lagði Þorkell grunn að traustari skilningi á íslenzku
þjóðlífi á miðöldum en við áttum áður að heilsa.
Næsta stórvirki Þorkels fjallaði um landbúnaðinn á
Islandi: Búnaðarsamtök á Islandi 1837—1937, Rvík 1937;
þetta er fyrra bindi af Aldarminningu Búnaðarfélags Is-
lands, 432 síður. Þorkell hefur söguna með lýsingu á
búnaðarhögum í lok 17. aldar, en rekur hana síðan fram
til þess dags, þegar bókin er samin. Þetta er stórfróð-
legt rit og traust eins og allt, sem kom frá hendi Þorkels,
en þetta er ekki hagsaga landbúnaðarins. Annarleg störf
urðu til þess að draga hann frá því, að ljúka stórvirk-
inu, sem hann ætlaði að inna af hendi, hagsögu íslands.
Eftir þetta samdi hann margar ágætar ritgerðir um
íslenzka atvinnu- og verzlunarsögu, og skulu hér nefndar
þær helztu:
Þúsund ár. Andvari 1942.
Járngerð og Ullariðnaður, ritgerðir í Iðnsögu íslands
II. bindi.